Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 83
Skímir
Hægri hönd og vinstri
75
örvhend, þótt þau hafi verið alin upp með rétthendu fólki
og hafi verið tekin frá foreldrum sínum við fæðingu eða því
sem næst og bömunum sjálfum sé ókunnugt um örvhendi
foreldra sinna. Eftirlíking er hér auðvitað einnig mikilvæg.
Víst er, að þess hafa fundizt ekki allfá dæmi, að rétthent bam
apar eftir örvhendum manni, sem það elst upp með, svo að
það verður örvhent á fjöldamargar athafnir. En með ná-
kvæmri rannsókn má finna, að barnið er samt rétthent, þ. e.
beitir hægri hendinni frekar fyrir sig til nýrra, óvæntra og
vandasamra handtaka og er lagnara með henni.
Niðurstaðan verður því sú, að ósvikin örvhendi stafi af
hneigð, sem er að meira eða minna leyti meðfædd. Stundum
er hneigð þessi ættgeng og erfist þá meir í karllegg en kven-
legg, því að fleiri karlar eru örvhendir en konur. Talið er,
að um 6% drengja séu örvhendir, en aðeins tæp 4% telpna.
Verið getur reyndar, að hin raunverulega orsök örvhendinn-
ar sé einhver víkjandi eiginleiki, sem erfist eftir Mendels-
lögmálinu, en hann er þá enn ófundinn, því að örvhendi,
eins og hún birtist, erfist engan veginn eftir því.
Hvers vegna eru menn yfirleitt rétthendir? Ef til vill er
það að byrja á öfugum enda að reyna að skýra, hvers vegna
einn maður af hverjum tuttugu er örvhendur. Beinna ligg-
ur við að reyna að finna einhverja skýringu á því, hvers
vegna hinir 19 era rétthendir. Ef við göngum út frá því sem
staðreynd, að hjá miklum meiri hluta manna sé til staðar
hneigð, sumpart meðfædd, sumpart áunnin, til þess að beita
annarri hvorri hendinni meira fyrir sig, þá er spurningin
þessi: Hvers vegna er hægri höndin flestum tiltækilegri?
Sú skýring á þessu er algengust, að yfirburðir hægri hand-
ar stafi af því, að vinstra helmingi heilans sé áskapaður meiri
þroski en hægra helmingi hans, en eins og menn vita, stjórn-
ar vinstri hlið heilans einkum hreyfingum hægri hliðar lík-
amans og öfugt. Vinstri helmingur heilans er yfirleitt ofur-
lítið þyngri en hinn hægri, en einkum er þó yfirborð hans
stærra. Þetta er ástæðan fyrir því, halda menn, að fíngerð-
ar og vandasamar hreyfingar stjórnast aðallega af stöðvun í
vinstra hehningi heilans, ekki einungis hreyfingar handa og