Skírnir - 01.01.1950, Page 84
76
Símon Jóh. Ágústsson
Skímir
fóta, heldur og talhreyfingar. Talstöð er reyndar á samsvar-
andi stað báðum megin í heilanum, en vinstri stöðin er álit-
in mikilvægari hjá rétthendum mönnum. Hin er frekar vara-
stöð, sem tekur fyrst til starfa, ef vinstri stöðin bilar. Hér
má benda á, að taltruflanir, einkum stam, eru hlutfallslega
miklu tíðari meðal örvhendra manna en rétthendra. Oft
kemur fyrir, að örvhend hörn fara að stama, ef þau eru þving-
uð til að skrifa með hægri hendi og beita henni sem rétt-
hendir menn. Hjá örvhendum mönnum er aðaltalstöðin
aftur á móti hægra megin og hægri helmingur heilans er
betur þroskaður og sérhæfður, en það leiðir til þess, að þeir
beita meir vinstri hendi en hægri og eru lagnari með henni.
Þar sem margt er enn á huldu um sérhæfingu ákveðinna
sviða eða stöðva í heilanum og um heilastarfsemina yfirleitt,
verður að taka þessari kenningu með nokkrum fyrirvara. En
þótt hún kunni að vera rétt í meginatriðum, er þessari spum-
ingu enn ósvarað: Hvernig stendur á því, að vinstri helm-
ingur heilans er yfirleitt betur þroskaður og sérhæfður en
hinn hægri?
Hér verður fátt mn svör, aðeins tilgátur. Þótt hægri og
vinstri hlið mannsins virðist eins að ytra útliti, er samsvör-
unin hvergi nærri alger að því er tekur til innri skipunar
á líffærumnn. Hægra lunga er stærra en hið vinstra, lifrin,
stórt og þungt líffæri, liggur hægra megin, en hin léttari,
magi og gamir, meir til vinstri. Af þessu leiðir, að þunga-
miðja líkamans er lítið eitt til hægri við miðlínuna. Því má
ætla, að eðlileg staða mannsins í vöm og sókn sé sú, að láta
líkamsþungann hvíla sem mest á hægra fæti, snúa hinni við-
kvæmari vinstri síðu frá óvininum og nota hægri höndina
til höggs og vopnaburðar. Vinstri helmingur heilans sérhæfð-
ist þannig meir en hægri hluti hans. Ef áunnar venjur erfð-
ust, væm tilgátur af þessu tæi sennilegar, en þar sem því
virðist ekki vera svo farið, verðum við að seilast til annarra
enn þá langsóttari og óbeinni skýringa.
örlítið meiri sérhæfing og þroski vinstra helmings heilans
gæti stafað af sjálfkrafa breytingu á kynfryminu, sem átt
hefur sér stað endur fyrir löngu og ekki verður nánar skýrð.