Skírnir - 01.01.1950, Side 85
Skímir
Hægri hönd og vinstri
77
Slík breyting á heilastarfseminni og hin innri skipun líffær-
anna, sem áður er lýst, hefðu svo orðið til þess, að þeir, sem
beittu meir hægri hendi, stóðu ofurlítið betur að vígi í lífs-
baráttunni. í hættu var þeim ósjálfrátt hægri höndin tiltæki-
legri, þeir hreyfðu hana fyrst til varnar, og sneru hægri hlið,
sem er ef til vill nokkru óviðkvæmari en hin vinstri, að óvin-
inum. Náttúruvalið væri hér að verki sem annars staðar, svo
að með tímanum fjölgaði rétthendum mönnum, af því að
þeir stóðu nokkru betur að vígi í lífsbaráttunni, en örvhend-
um mönnum fækkaði.
Skýringar á því, hvers vegna menn eru yfirleitt rétthend-
ir, eru, eins og sjá má af þessum dæmum, langsóttar, óbein-
ar og engan veginn sannaðar eða augljósar, en því miður
er ekki upp á betra að bjóða. Ekki hefur enn fundizt nein
sannfærandi ástæða fyrir því, að hægri höndin er flestum
mönnum tiltækilegri, en vinstri höndin þó allverulegum
minni hluta. Það er sannarlega torvelt að færa að því veiga-
mikil rök, að rétthendir menn hafi nokkum tíma haft vem-
lega yfirburði yfir örvhenda menn í lífsbaráttunni.
MeSferS og uppeldi örvhendra barna. Hvort bam er örv-
hent eða rétthent, kemur oftast í Ijós, þegar það er 6—18
mánaða gamalt. Til sex mánaða aldurs beita börn báðum
höndum nokkurn veginn jafnt fyrir sig. Við 9 mán. aldur
er talið, að um 60% bama sé farið að beita annarri hvorri
hendinni meira, og um 18 mánaða aldur er oftast komið ótví-
rætt í Ijós, hvort bamið er örvhent eða rétthent. Þetta er til-
tölulega auðvelt að athuga. Verið hjá baminu dálitla stund
og veitið athygli, hvorri hendinni það beitir meira, t. d. tek-
ur upp hluti og hendir þeim. Haldið einhverju „fallegu“ beint
fyrir framan barnið 10—20 sinnum og athugið, hve oft það
seilist eftir hlutnum með vinstri hendinni og hve oft með
hægri hendinni.
Þegar eldri böm eiga í hlut, má láta þau þreyta einföld
próf, sem eiga að sýna, hve ríka hneigð þau hafa til þess að
nota vinstri höndina. Hér era dæmi þessara prófa: Athugað
er, hvora höndina barnið notar til að: 1. skrifa; 2. teikna eða
mála; 3. kasta bolta; 4. slá með priki eða staf; 5. halda á