Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 86
78
Símon Jóh. Ágústsson
Skímir
vasahníf; 6. klippa með skærum; 7. taka vatnsglas og bera
það að munninum; 8. bursta tennurnar; 9. draga upp úr eða
klukku; 10. ná í bók, sem er svo hátt uppi, að það þarf að
teygja sig eftir henni.
Siunir menn eru algerlega örvhendir eða algerlega rétt-
hendir, en margir eru örvhendir á sumt, en rétthendir á ann-
að, en ef þeir beita vinstri hendinni yfirleitt meira fyrir sig,
eru þeir taldir örvhendir. Þetta hlutfall milli notkunar hægri
handar og vinstri er táknað með svokallaðri örvhendivísitölu.
Nú er því einnig svo farið, að menn beita yfirleitt ósjálfrátt
meira annaðhvort hægra eða vinstra auga eða hægra eða
vinstra fæti. Þegar sami maður beitir jafnan meira hægri
hendi, hægra auga og hægra fæti, mætti kalla hann „hægri-
(hliðar)mann“, en hinn „vinstri(hliðar)mann“, sem beitir
jafnan frekar vinstri hendi, vinstra auga og vinstra fæti.
Ýmsir örvhendir menn beita samt meira hægra auga og
hægra fæti. Athugun hefur leitt í ljós, að hreinum vinstri-
mönnum er ekki hættara við taugaveiklun eða stami en öðr-
um. En aftur á móti er örvhendum mönnum, sem eru að
öðru leyti hægximenn, hættara við þessum ágöllum. Eftir
rannsóknum C. Burts stama t. d. 8.4% örvhendra bama, sem
beita meira vinstra auga. örvhendi er, eins og áður er sagt,
talsvert tíðari meðal taugaveiklaðra bama en hraustra bama.
Sumir tala jafnvel um sérstök skapgerðareinkenni örvhendra
barna. Þau em oft þrá, setja sig upp á móti reglum og sið-
um, gera öfugt við það, sem þeim er sagt að gera, em í einu
orði uppreisnargjörn. Önnur örvhend börn em dul, en þrá
og hafa hina sömu hneigð og hin að setja sig upp á móti
vilja kennara og foreldra og gera öfugt við það, sem ætlazt
er til af þeim. örvhendar telpur þykja t. d. oft hirðulausar
í klæðaburði og gera sér lítt far um að fága framkomu sína,
fas og göngulag. Af þessu má ráða, að aðalandstöðunnar er
oft að vænta af skapgerð bamsins sjálfs, þegar reynt er að
venja það af örvhendinni. Jafnvel finnast þess dæmi,
þótt þau séu tiltölulega fátíð, að rétthend börn geri sér upp
örvhendi, þ. e. temji sér að gera ýmsar venjubundnar hreyf-
ingar með vinstri hendi (matast, skrifa, teikna o. fl.) af þrjózku