Skírnir - 01.01.1950, Page 87
Skímir
Hægri hönd og vinstri
79
og uppreisnaranda. A. m. k. halda sumir sálkönnuðir þessu
fram. Þegar svo stendur á, þurfa slík börn rækilegrar sál-
fræðilegrar athugunar við, þar sem eitthvað er bogið við upp-
eldi þeirra og afstöðu þeirra til annarra manna.
Langt er síðan því var veitt eftirtekt, að ýmsir ágallar,
svo sem taugaveiklun og stam, eru tíðari meðal örvhendra
bama en rétthendra, en hitt er raunar óvíst, hvort þessa
ágalla leiði beint af örvhendinni. Vangefin börn og hálfvitar
em hlutfallslega miklu oftar örvhend en börn með fullri
greind, eins og sést af eftirfarandi töflu (eftir rannsóknum
C. Burts):
HundraSstala örvhendra harna.
Börn með fullri greind Gáfnasljó böm Hálfvitar
Drengir ........... 5.8% 9.6% 13.5%
Telpur ............ 3.7% 6.0% 10.3%
Meðaltal .......... 4.8% 7.8% 11.9%
Stam er hlutfallslega 3—4 sinnum tíðara meðal örvhendra
bama en rétthendra. Eftir rannsóknum Burts stömuðu 1.7%
rétthendra bama, en 6.5% örvhendra barna.
Á því leikur enginn efi, að örvhend böm standa nokkm
verr að vígi við skólanám, ekki aðeins í skrift, teiknun og
handavinnu, heldur og í lestri, réttritun og reikningi. Örv-
hendum börnum hættir mjög við í fyrstu að snúa við sum-
um stöfum, skrifa t. d. b í stað d eða p í stað q og öfugt.
Þegar þau leggja saman, hættir þeim við að leggja dálkana
saman frá vinstri til hægri, þegar þau skrifa með vinstri
hendinni. örvhend böm skrifa og oft svonefnda spegilskrift.
Snúa orðin þá rétt, þegar þau em skoðuð í spegli. Mörgum
fullorðnum örvhendum mönnum er spegilskrift mjög tiltæk.
Sömuleiðis hættir örvhendum börnum við að snúa við ártöl-
um. Þau lesa t. d. 1118 fyrir 1811. Fleira af þessu tæi mætti
nefna, sem bagar örvhend börn við nám. — Af þessu má auð-
vitað alls ekki draga þá ályktun, að t. d. öll örvhend börn
séu klaufsk. Sumir frægir listamenn og hugvitsmenn á tækni-
sviðinu hafa verið örvhendir, og er Leonardo da Vinci eitt
kunnasta dæmi þess.