Skírnir - 01.01.1950, Síða 88
80
Símon Jóh. Ágústsson
Skímir
Á hvert bam að fá að nota þá hönd, sem því er eðlilegra?
Eða á að temja öllum hörnum að beita meira hægri hend-
inni? Ekkert algilt svar er hægt að veita við þessum spum-
ingum, því að taka verður tillit til persónuleika og skap-
gerðar hvers barns; auk þess er mikið komið undir aðferðum
þeim, sem beitt er við barnið. Koma hér einkum eftirfarandi
atriði til greina:
1. Hve rík er hin meðfædda og eðlislæga hneigð til að beita
vinstri hendinni?
2. Hve gömul og rótgróin er venja barnsins að beita vinstri
hendinni?
3. Hve lagið er barnið í hægri hendinni?
4. Er líklegt, að örvhendin bagi bamið við störf þau, sem það
velur sér seinna í lífinu?
5. Skapgerð og persónuleiki barnsins.
Þjálfun örvhendra bama verður að hefjast snemma, því
fyrr, því betra, helzt áður en þau fara að ganga í skóla. Hér
sem á öðrum sviðum gildir það, að hægra er að mynda nýj-
ar venjur en brjóta fornar venjur á bak aftur. Ef unnt er,
œtti að temja barninu áS beita hægri hendinni áSur en þaS
fer aS tala. Þetta er hægast með því móti að láta hluti, sem
það vill handleika, hægra megin við það, svo að það nái ekki
auðveldlega til þeirra með vinstri hendinni. Með þessu móti
má oft gera það rétthent. En þess ber að geta, að mjög erfitt
er að venja barn, sem er meðfædd alger örvhendi og beitir
meira vinstra auga og vinstra fæti, á að nota hægri höndina.
Getur svo farið, að allar tilraunir verði árangurslausar.
Ef bamið er orðið stálpað, hefur t. d. lært að skrifa með
vinstri hendinni og ekki er sýnt, að örvhendin bagi það við
þau störf, sem það að líkindum leggur fyrir sig seinna í líf-
inu, orkar tvímælis, hvort reyna skuli að venja barnið á að
beita hægri hendinni.
Sérstaklega verður að gæta mikillar varfæmi, þegar tauga-
veikluð örvhend börn eiga í hlut. Aldrei má beita bam hörku,
binda hönd þess, gera gys að því, ávíta það í þeim tilgangi
að venja það af örvhendinni, jafnvel þótt það sýni engin
merki taugaveiklunar. Oft hafa harkalegar uppeldisaðferðir