Skírnir - 01.01.1950, Síða 92
84
Björn Þorsteinsson
Skírnir
land frá 15 hafnarborgum á austurströnd Englands, og brátt
bættist Bristol á vesturströndinni einnig í hópinn. Bristol,
Húll og King’s Lynn urðu helztu bækistöðvar ensku Islands-
útgerðarinnar. Þaðan sigldu árlega nokkur 300—400 smálesta
skip, sem töldust mjög stór á þeirrar tíðar mælikvarða, hlað-
in alls kyns vamingi til Islands.3 Bristol var með mestu
verzlunarborgum Englands um þessar mundir og rak mikil
viðskipti við Irland, Frakkland og Spán. S]ómennimir í
Bristol vom víðsigldastir allra sæfara, og það er eftirtektar-
vert, að sjófarendur þaðan verða fyrstir til að halda svipaða
leið og Islendingar forðum vestur yfir Atlantshaf að strönd-
um Norður-Ameríku. Menn hafa velt því talsvert fyrir sér,
hvort verið gæti, að Kólumbus og Cabot hefðu vitað deili
á siglingum og landafundum Islendinga að fornu og sú vit-
neskja hvatt þá til að halda í vesturátt. Úr því verður auð-
vitað aldrei skorið með fullri vissu, en staðreyndimar em
þær, að Ferdínand, sonur Kólumbusar, getur þess í ævisögu
föður síns, að Kólumbus hafi siglt til Islands 1477, — „en við
þessa eyju, sem er jafnstór og England, verzla Englendingar,
sérstaklega frá Bristol,“ segir hann.4 Kólumbus þekkti vel
til siglinga Bristolbúa, og landi hans, Italinn Cahot, lagði
úr höfn frá þeirri horg 1497, er hann fór í leiðangurinn
vestur um haf og fann Nýfundnaland og Norður-Ameríku.
Að vísu hitti Cabot ensk fiskiskip á miðunum kringum Ný-
fundnaland, en fiskimennirnir kváðust ekkert hafa að athuga
við landafundi hans, svo að Cabot sigldi heim með fullri
sæmd sem einn af mestu landkönnuðum veraldarsögunnar.
Fundur Vesturheims stendur því í einhverju sambandi við
Islandssiglingar Bristolbúa.5
Það er ekki ætlun mín að rekja hér landfundasögu, held-
ur skýra frá viðskiptum Englendinga og Islendinga á fyrra
helmingi 16. aldar. Landafundir og fiskveiðar Englendinga
við Nýfundnaland höfðu brátt þau áhrif, að Island varð
ekki jafnmikilvægt í augum þeirra og áður.6 Þeim datt
ekki framar í hug að tefla nokkru í tvísýnu sökum viðskipta
sinna hér og létu því undan síga á Islandsmiðum, er stór-
hugur landfundatímans birtist hjá Þjóðverjum og Dönum