Skírnir - 01.01.1950, Page 93
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
85
cinkum í auknum yfirgangi á Islandi. Englendingar fundu
frekar en skildu, að gildi Islands gjörbreyttist við landafund-
ina, og afhentu Dönum og Þjóðverjum landið, að vísu
með nokkrum söknuði. Saga Islandsverzlunarinnar á 16. öld
er því að nokkru leyti fólgin í frásögnum um undanhald
Englendinga hér við land.
Árið 1490 verða þáttaskil í verzlunarsögu Islendinga og
reyndar alls danska ríkisins. 20. janúar þetta ár gerði Hans
konungur I. samning við Hollendinga og Englendinga og
veitti þeim sömu réttindi og Hansamönnum til verzlunar í
ríki sínu. Tekið er fram í samningnum, að enskir menn
megi sigla til Islands með réttan kaupskap gegn sérstökum
leyfum Danakonungs, og átti að endurnýja þau á sjö ára
fresti. Leyfin kostuðu venjulega 10 nobíla eða 20 gylhni.
Af Englendinga hálfu stóðu að þessari samningsgerð
tveir kaupmenn frá King’s Lynn og tveir aðalsmenn (King-
of-Arms). King’s Lynn var helzta miðstöð íslandsverzlun-
arinnar ensku á 15. öld. Kaupmenn þaðan eru einkum sak-
aðir mn víg Bjamar Þorleifssonar í Rifi 1467, og engin ensk
borg rak jafnumfangsmikil viðskipti við Islendinga á 16.
öld, eins og síðar mun greint. Það er því eðlilegt, að kaup-
menn frá King’s Lynn hafi einkum beitt sér fyrir því að fá
rýmkuð verzlunarréttindi Englendinga á Islandi. Þessi samn-
ingur var borinn upp af höfuðsmanninum Diðrik Pining á
Alþingi um sumarið og staðfestur 1. júlí með nokkmrn við-
bótum og nefndur Píningsdómur. Diðrik Píning hafði verið
höfuðsmaður hér frá 1478, en leggur brátt niður völd, er
hér var komið. Hlutverki hans á Islandi virðist lokið.7
Englendingar og danska stjómin höfðu strítt í ströngu
um íslandsverzlunina um nokkra áratugi fyrir 1490. Til
styrjaldar dró, er Kristján I. afturkallaði öll verzlunarleyfi
enskra Islandskaupmanna árið 1466 og Englendingar vógu
Björn bónda í Rifi, en vopnahléi var komið á árið 1470.
1. maí 1473 sömdu konungar Danmerkur og Englands með
sér um deilumál sin, og er tekið fram í þeim samningi,
að Englendingar megi ekki verzla við íslendinga nema að
fengnum sérstökum leyfum.8 Með því ákvæði mun danska