Skírnir - 01.01.1950, Page 94
86
Björn Þorsteinsson
Skírnir
stjómin hafa ætlað að takmarka Islandsviðskipti ensku kaup-
mannanna og tryggja sér nokkrar tekjur, eins og síðar kom
fram. Þessi samningur var endumýjaður 16. marz9 1476,
en embættismönnum dönsku stjórnarinnar veittist örðugt að
koma lögum yfir Englendinga og fá þá til að standa við gerða
samninga. Þess vegna er Diðrik Píning gerður út af örkinni
1478 og settur hirðstjóri hér á landi. Hann var þaulvanur
hermennsku á sjó, og árið 1485 veitti danska stjórnin hon-
um víkingarleyfi ásamt manni, er Pothorst hét. 1 dönskmn
sagnfræðiritum er Diðrik Píning talinn foringi Dana í har-
áttu þeirra við Englendinga rnn fslandsverzlunina og hvata-
maður að samningnum frá 1490.10 Þótt þeir Píning byggju
stundum hart að Englendingum í norðurhöfum, meðan Pín-
ing fór hér með hirðstjóravöld, tókst þeim hvorki að hnekkja
verzlun þeirra hér né fiskveiðum. Englendingar létu hart
mæta hörðu, bjuggu skip sín vel að vopnum og vistum og
sigldu miklmn flota árlega til íslands í trássi við allar til-
skipanir. Bréf Ríkharðs III. frá 23. febr. 1483 varpar nokkru
ljósi á þær öryggisráðstafanir, sem Englandskonungur taldi
nauðsynlegar til vemdar enska fslandsflotanum. Hann stilar
bréfið til allra skipaeigenda, skipstjóra og sjómanna í héruð-
unum Norfolk og Suffolk og bannar þeim að sigla til íslands
án síns leyfis. Að leyfinu fengnu býður hann þeim að safn-
ast saman í Humbru, vel búnum að vopnum og klæðum
(well hamassed and apparelled), og bíða þar skipa frá Húll,
er mundu verða þeim til vamar. í reikningum kaupmanns
frá Ipswich er einnig til lýsing á útbúnaði fiskiduggu, sem
hann sendir á fslandsmið. Meðal annars útbúnaðar em púð-
ur, bogar og örvar.11 Oft er getið um herskipavernd (con-
voy, waftage) í sambandi við íslandsflotann enska á 16. öld,
en slíka aðstoð hefm: hann fengið þegar á 15. öld, eins og
fyrr greint bréf gefur til kynna.
Þrátt fyrir þessar varúðarráðstafanir ensku stjómarinnar
rænti Píning þrjú skip frá Bristol sumarið 1484, og árekstr-
ar urðu milli hans og Englendinga á næstu ámm. Ensku
íslandsfaramir rituðu því konungi sínum og parlamentinu
9. marz 1486 og kvörtuðu undan verzlunarsamkeppni Hansa-