Skírnir - 01.01.1950, Page 95
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
87
sambandsins.12 Þjóðverjar höfðu siglt hingað öðru hverju
frá því um 1431 eða nokkru fyrr, en lítið kveður að sigl-
ingum þeirra fram undir 1480.13 Stefna dönsku stjórnar-
innar í verzlunarmálum á 15. öld og reyndar lengur mið-
aði að því að hnekkja ofurvaldi Hansastaðanna, sérstaklega
Lýbiku, á Norðurlöndum nema á Islandi. Þar drottnuðu Eng-
lendingar yfir verzlun landsmanna, svo að stjórnin lagðist á
sveif með Þjóðverjum. Englendingar stóðu þó allvel að vígi
hér, sökum þess að þeim hafði algjörlega verið bolað frá við-
skiptum við skandinavísku löndin og dönsku sundunum lok-
að fyrir þeim í styrjöldinni við Dani 1467—70. Af skránni
um Eyrarsundstollinn frá 1497 sést, að þá siglir ekkert enskt
skip inn í Eystrasalt.14 Englendingar hafa því lítilla hags-
muna að gæta á Norðurlöndum nema á íslandi, en Hansa-
menn ráku umfangsmikla verzlun við Englendinga og áttu
geysimiklar eignir þar í landi. Þegar ensku stjóminni bárust
kærur þegna sinna, sneri hún sér til Þjóðverjanna í Stál-
garðinum í Lundúnum, lýsti framferði Pínings og Pothorsts,
sem Þjóðverjar gerðu út til höfuðs Englendingum. Þýzkir
kaupmenn í Lundúnmn rituðu þegar borgarstjóra og
ráðsmönnum í Danzig um kvartanir Englandskonungs um
framferði þeirra félaga og segja þeim jafnframt, að Eng-
landskommgur hafi endumýjað leyfi þeirra.15 Um þessar
mundir var samheldni Hansasambandsins að rofna, og vom
Danzigmenn illa séðir af vesturþýzku borgunum, og kærði
Danakonungur þá 1483 fyrir aðstoð við Englendinga.16
Þessar bréfaskriftir virðast hafa orðið til að draga úr mesta
ofsa Þjóðverja og styrkja afstöðu Englendinga. Ef Hansa-
menn hafa staðið bak við Píning, virðast þeir hafa séð, að
heldur langt var gengið, enda vendir hann sínu kvæði í
kross og gerist talsmaður þess, að Þjóðverjar og Englendingar
njóti jafnra réttinda til viðskipta við Islendinga.17
Baráttan um Islandsviðskiptin var geysihörð á næstu ár-
um. 1491 eyðilögðu og ræntu Þjóðverjar um £1016 virði frá
Englendingum hér við land, enda þótt Píning reyndi að
miðla málum með þeim, og nokkm síðar ræna Englendingar
skip frá Lýbiku.18 Englendingar munu þó hafa setið að miklu