Skírnir - 01.01.1950, Page 97
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
89
Danir hafa átt, Sören Nordby, sem höfuðsmann hingað til
þess að hnekkja völdum Englendinga. Sören Nordby hafði
getið sér mjög góðan orðstír í viðureigninni við flota Lýhiku
í styrjöldinni 1509—12, og nú átti hann að rétta hlut stjórn-
arinnar hér á landi. Hann átti að reisa hér tvö virki, annað
að Bessastöðum, en hitt í Vestmannaeyjum. Englendingar
höfðu löngum haft helztu bækistöðvar sínar í eyjunum og
við Hafnarfjörð, en stundum rænt Bessastaði. Hér skyldu því
reistar skorður við yfirgangi þeirra og komið á lögum og
reglu í landinu. Ekkert varð úr virkisgerðinni, og 1517 var
Nordby fengið annað að sýsla. Danska stjórnin átti í ströngu
að stríða um þessar mundir, styrjöld við Svía var yfirvofandi
og Lýbikumenn til alls vísir. 1 þessum þrengingum leitaði
Kristján II. einkum stuðnings Hollendinga og Þýzkalands-
keisara, mágs síns.
Þótt Sören Nordby dveldist hér skamma hríð, virðist hon-
mn hafa tekizt að veikja aðstöðu Englendinga og stappa stál-
inu í Þjóðverja. Þegar árið 1518 réðust Hamborgarar á Eng-
lendinga, sem lengi höfðu haft bækistöðvar hjá Fornubúðum
í Hafnarfirði. Englendingar lágu þar með einu stóru skipi
og höfðu á fjórða hundrað manna. Samkvæmt þeim heim-
ildum hafa Englendingar haft allmikið vetursetulið í firð-
inum, enda er þess nokkrum sinnum getið í enskum heim-
ildum, að Englendingar sitji hér allt árið. En íslenzkum
valdamönnum var meinilla við þá vetursetu, eins og ýms-
ar tilskipanir og lög Alþingis bera með sér. Hamborgarar
töldu Hafnarfjörð með beztu höfnum landsins og vildu
flæma Englendinga þaðan. Þeir skáru upp herör um Suður-
nes og fengu 48 manna liðsauka Þjóðverja úr Vatnsleysu,
Keflavík, Þórshöfn (á Miðnesi) og Bátsendum og réðust að
Englendingum á tveimur skipum. Varð þar snarpur bardagi,
og féll margt manna, þar á meðal allt Suðumesjalið Þjóð-
verja nema 8 menn. Þeim tókst þó að hrekja Englendinga
burt, og hrökkluðust þeir til Grindavíkur, en Þjóðverjar hjugg-
ust um „frammi á eyri“ við Hafnarfjörð og höfðu þar bæki-
stöðvar lengi síðan. Englendingar urðu ekki mosavaxnir í
Grindavík. Þjóðverjar réðust þar að þeim með styrk Dana