Skírnir - 01.01.1950, Side 98
90
Björn Þorsteinsson
Skírnir
árið 1532 og drápu um 14 þeirra og tóku skip og vaming.25
Kristján II. var lengstum í miklum fjárkröggum eins og
flestir Danakonungar fyrir hans daga. Þegar hann varð að
kveðja Sören Nordby héðan 1517 og viðsjár jukust í ríki hans,
leitaði hann allra bragða til fjáröflunar. I danska ríkisskjala-
safninu er ódagsett og óundirritað bréf, sem fjallar um það,
að Hinrik VIII. Englandskonungur skuldbindi sig til að skila
aftur eyjunni íslandi, þegar honum sé goldin sú upphæð,
sem eyjan sé veðsett fyrir. Ensk afrit af skjah þessu eru
árfærð 1514, en Jón Stefánsson telur bréfið frá 1518 í rit-
gerð sinni í Tímariti bókmenntafélagsins 1898, og mun sú
árfærsla vera rétt. Þetta ár sendi konungur Hans nokkum
Holm, bæjarstjóra frá Holtsetalandi, kaupmann og útgerðar-
mann, til Hollands og Englands þeirra erinda að veðsetja Is-
land. I vegabréfi hans segir meðal annars: „1 fyrstu á hann
að bjóða Hollendingum í Amsterdam og norður-hollenzku
bæjunum, þ. á. m. Antwerpen o. s. frv., eins og erindisbréf
hans útvísar, landið Island í veð fyrir 30 þús. flórínum, þó
að minnsta kosti fyrir 20 þús. flór.“ Ef Hollendingar vildu
ekki taka þessu boði, átti Holm að halda til Englands og
bjóða konunginum þar landið fyrir 100.000 flór. eða að
minnsta kosti fyrir 50 þús. flór.26 Þetta er fyrsta tilraun,
sem vitað er, að Danakonungar hafi gert til þess að selja Is-
land. Sú tilraun mistókst eins og allar þær, sem síðar vom
gerðar, þar eð enginn fannst kaupandinn. Næstu tilraun til
þess að selja Island gerði Kristján II., er hann hafði verið
hrakinn frá völdum 1523. Hann flýði til Hollands og vænti
sér styrks frá mági sínum, Karli V. keisara. Karl hafði í
mörgu að vasast um þessar mundir, svo að Rristján varð
leiður að bíða keisaragullsins og sneri sér til Hinriks VIII.
og bauð að selja honum Island fyrir 100.000 englott.27 Hin-
rik átti sjálfur í nokkmm útistöðum, er hér var komið, og
vildi ekki blanda sér frekar í stórpólitík álfunnar.
Ágengni kaupmanna hér á landi virðist hafa vaxið sam-
hliða aukinni samkeppni, enda hefur það verið misbresta-
samt, að íslendingar hafi haft nægan vaming, sérstaklega
skreið, til að fullnægja eftirspuminni. Þess er þegar getið