Skírnir - 01.01.1950, Side 101
Skirnir
Islandsverzlun Englendinga
93
hafa fiskimið þeirra, beiti menn ofbeldi á téðri eyju, ræni
menn og þrælki, hafi tekið helming af konungsskattinum
1532 og hygðust taka skreið, sem var ætluð konungi sjálf-
um. Er svo var komið, kvaddi hirðstjóri „þegna vora frá
Hamborg og handamenn vora frá Brimum til hjálpar í voru
nafni og hratt yfirgangi Englendinga með ofbeldi," en í þeim
átökum féllu nokkrir þegnar Englandskonungs. Friðrik ber
það á Englendinga, að þeir hafi stofnað til uppreistar á Is-
landi með því að ráðast gegn löglegum stjórnarvöldum lands-
ins, neiti að greiða tolla og ræni hæði konungseignum og
góssi eyjarskeggja. f trausti þess, að Englandskonungur sjái,
að Þjóðverjar hafi einungis verið að gera skyldu sína, þar
eð fógeti hafi kvatt þá sér til aðstoðar, biður Friðrik hann
að hafa þá afsakaða og leggja engar tálmanir á viðskipti
þeirra í Englandi, svo að frekari vandræði og leiðindi hljót-
ist ekki af þessum málum. Konungur segist þola og leyfa
enskum þegnum að verzla í ríki sínu hindrunarlaust sam-
kvæmt gamalli venju, en á engan hátt þola þeim átroðslur
og ójöfnuð. Hann hvetur Hinrik til þess að hafa stjóm á
þegnum sínum, svo að þeir heiti ekki yfirgangi og ofbeldi
á fslandi, en öllum óaldarseggjum verði tafarlaust refsað.33
Þessir atburðir hafa orðið allfrægir hér á landi, og er
þeirra víða getið í heimildum. Bjöm á Skarðsá og Jón Egils-
son hafa talsverðar frásagnir um orastuna í Grindavík, en
ýtarlegasta skýrslan um málin mun vera kæra Englands-
konungs.34 í hók Baasch, Die fslandfahrt der Deutschen, er
greinagóð lýsing á atburðunum, en því miður greinir Baasch
þar ekki heimildir að frásögn sinni. Jón Aðils rekur frásögn
Baasch í Einokunarverzlun Dana á íslandi. Allar þessar frá-
sagnir em að miklu leyti samhljóða, Englendingar em sakaðir
um að halda skreið fyrir Þjóðverjum og Dönum, og slær í
bardaga af þeim sökum. Ófarir Englendinga hér á landi 1532
virðast vera alvarlegasta áfallið, sem þeir verða fyrir, frá því
þeir hófu siglingar hingað um 1400 og fram til þess tíma.
Af bréfi Friðriks I. sést glögglega, að hann er á bandi Þjóð-
verja og hefur í hótunum við ensku stjórnina, ef þegnar henn-
ar sýni ekki fulla löghlýðni á íslandi. Ákærur Englendinga