Skírnir - 01.01.1950, Page 102
94
Bjöm Þorsteinsson
Skírnir
eru án efa á fullum rökum reistar. Þjóðverjar ætla sér að
bola þeim frá fslandi að fullu og öllu, og þeim tókst að eyði-
leggja verzlun þeirra við fslendinga á næstu tíu árum. Ef-
laust er ógjörningur að mismuna með þeim og Þjóðverjum
yfirgangi og ofbeldisverkum, hvorir tveggja heyja skefja-
lausa baráttu um íslandsviðskiptin. Það, sem gerði gæfumun-
inn, var, að enska stjórnin treysti sér ekki til að leggja út
í sama ævintýrið 1533 og 1467, eins og brátt kom fram. Þá
börðust Englendingar um íslandsviðskiptin og virðast taka
þau fram yfir verzlun sína við Eystrasaltsþjóðirnar. Englend-
ingar áttu allmikilla hagsmuna að gæta í Eystrasalti, er hér
var komið. Danir höfðu eflzt sem herveldi og ný fiskimið
fundizt við Nýfundnaland. Þar með var ísland ekki framar
jafnbráðnauðsynlegt fiskbirgðabúr og áður. Enska stjómin
hafði því margs að gæta, er hún fann, hve Danakonungur var
þéttur fyrir. Nokkur bréf fara á milli konunganna, og varð
niðurstaðan sú, að Englendingar töldust hafa fallið óhelgir
á verkum sínum, og hafa allar skaðabætur verið látnar falla
niður. Konungamir sömdu síðan um málið ásamt Hamborg-
umm og Brimurum, og eru helztu greinar samningsins á
þá leið, að Englendingar og Þjóðverjar, sem liggja í sömu
höfn, skuli halda frið sín á milli og lofa hvorir öðmm að fá
sína frakt. Islenzkir menn mega flytja fisk sinn, hvert sem
þeir vilja, og selja, hvar sem þeim hentar. „Svo og komi deil-
ur eða kíf milli Hamborgara eða Brimara, þá skal fógeti á
íslandi þá sjálfur forlíka. En Hamborgarar (ráðsmenn) og
Brimarar vilja þar engan hlut með hafa að gera, heldur
hvor sem einn skal láta hafa sinn kaupskap friðsamlega.*1 35
Síðasta klausan í samningi þessum er nokkuð óskýr, en
virðist benda til þess, að Þjóðverjar hafi vísað frá sér allri
ábyrgð, ef til árekstra kæmi, og skyldi stjórnin hafa veg
og vanda af slíkum málum. Þessi samningur er því auðsæi-
lega sigur fyrir Þjóðverja, því að þeir áttu vísan styrk um-
boðsstjórnarinnar hér og Danakonungs, þar eð Hamborgarar
lutu honum að nafninu til. Á næstu árum dró því allmikið
úr siglingu Englendinga hingað til lands.
Samningar konungaima og þýzku borgaranna var sam-