Skírnir - 01.01.1950, Page 104
Skímir
96 Bjöm Þorsteinsson
gegn duggunum mun án efa runnið að miklu leyti undan
rifjum Þjóðverja.
Þegar Friðrik I. lézt, brauzt enn einu sinni út stjómar-
bylting í Danmörku, og er hún venjulega nefnd Greifastríð-
ið (1533—36). Meðan þessi ófriður geisaði, fóru biskupar
hér, ögmundur Pálsson og Jón Arason, með hirðstjóravöld,
og segir fátt af skærum kaupmanna á því árabili. Er séð
var að mestu fyrir endann á þessum ófriði, var allmikið
tómahljóð í danska ríkiskassanum eins og oft áður; Kristján
III. gerði því út legáta til Englands, og átti hann að veð-
setja Hinriki VIII. ísland og Færeyjar fyrir £100.000 láni.40
Hinrik flanaði ekki að neinu nema helzt giftingum, svo að
ekkert varð úr viðskiptunum. Sendimaður Danakonungs fór
því erindisleysu til Englands að öðm en því, að hann var
loginn fullur af alls konar kynjasögum um tré, sem gætu
af sér fugla, eldfjöll norður á Skotlandi, snáka og þess konar
furðuverk.41 Fáum getum er hægt að leiða að því, hvers
vegna Hinriks VIII. keypti aldrei Island. Honum er boðið það
að minnsta kosti þrisvar til kaups, að vísu alltaf fyrir allhátt
verð, en eflaust hefðu hinir aðþrengdu dönsku konungar
lækkað tilboð sitt, ef Hinrik hefði nokkrn sinni sýnt minnsta
hug á kaupunum. Englandskonungar vom þess ekki um-
komnir að reka útþenslustefnu á þessum tíma, þar eð Eng-
land var viðlíka á vegi statt þjóðfélagslega og Kína, Tjurk-
land eða Egyptaland á fyrra hluta þessarar aldar. Það var
að miklu leyti nýlenda annarra þjóða og hráefnalind. Ensku
lausakaupmennimir, the Merchant Adventurers, gerðu fyrstu
alvarlegu tilraunina til þess að hnekkja völdum Hansasam-
bandsins, og það em þeir, sem ná undir sig Islandsverzlun-
inni. öll stjómarstefna Hinriks VIII. beindist að því að losa
Englendinga úr greipum erlendra fjárplógsmanna, en ekki
að útþenslu rikisins. Auðvitað var það góðra gjalda vert, að
enskir kaupmenn og fiskimenn létu ekki bola sér frá Islandi
og gættu þess, að Hansasambandið næði ekki að einoka skreið-
arverzlunina. Alvarlegustu tilraim í þá átt hrundu Englend-
ingar í átökunum um 1470, en um 1530 er svo komið, að