Skírnir - 01.01.1950, Side 107
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
97
Þjóðverjar hafa ekki framar aðstöðu til þeirra hluta, þar eð
fiskimið höfðu fundizt við Nýfundnaland. Hinrik lét því
þegna sína standa, meðan stætt var á Islandi, þvi að tekj-
umar af íslandsviðskiptunum voru góður peningur, en forð-
aðist alla ævintýrapólitík. Danska ríkið var einnig að liðast
í sundur í stjórnartíð Hinriks VIII. (1509—47), og hefur
honum eflaust fundizt vafasamt að kaupa lönd af konung-
um, sem áttu í sífelldum erjum heima fyrir og ultu úr há-
sætinu, áður en varði. Hinrik VIII. keypti því hvorki ísland
né önnur lönd og jók ekki ferþumlungi við ríki sitt, en hann
styrkti það og lagði grundvöllinn að því Englandi, sem síðar
lagði undir sig lönd og álfur.
I verzlunarsögu íslands gerist fátt stórra tíðinda á næstu
árum. Englendingar sigldu hingað árlega flota sínum, en
hann minnkaði allverulega eftir 1532, eins og síðar mun
sýnt. Þjóðverjar og Danir hertu róðurinn gegn Englending-
um, og 1538 urðu róstur á Suðurnesjum, og ollu þær mála-
þrasi og bréfaskriftum á næsta ári. Kristján III. kærir yfir-
gang Englendinga fyrir Hinriki VIII., og svarar hann þeim
ákæmm með bréfi 25. febr. 1539, en bréf Kristjáns III. mun
glatað. Hinrik vill auðsæilega sem friðsamlegasta lausn deil-
unnar og lýkur bréfi sínu á þann veg, að hann vænti þess,
að Kristján III. grípi ekki til óvinsamlegra atgerða vegna at-
burðanna á íslandi, fyrr en málið hafi verið athugað nánar.
Kláus van der Merwitz kvartar einnig fyrir hönd Islendinga
undan yfirgangi Englendinga í hréfi 20. marz 1539. En bezta
heimildin um þessar róstur er tylftardómur Erlends Þor-
varðssonar, gerður á Býjaskerjum á Rosmhvalanesi 11. sept.
1539. Þar segir, að margur fátækur maður klagi undan yfir-
gangi engelskra manna, og tilgreindir Jón Daltun, Nikulás Petz
og Jón Koch. „I fyrstu grein í okri og ráni, í annarrí grein
ræni þeir fé manna, en berði þá, í þriðju grein eftir það
skæri þeir og styngi, í fjórðu grein meti þeir sitt fé og góss,
að þeir tæki þrjá peninga eða fjóra fyrir einn, smjörfjórð-
ung fyrir 10 sterlingi, smjörtunnu fyrir 3 hundmð fiska
til gildis, mjöltunnu fyrir þrjár vættir fiska, víntunnu fyrir
2 hundmð fiska eða meir .... En fyrir slíkan ránskap, sem
7