Skírnir - 01.01.1950, Page 110
100
Björn Þorsteinsson
Skímir
á útgerð Englendinga nema í eyjunum eða knúið þá til að
koma útgerðinni í hendur íslenzkra umboðsmanna, sem hafa
gert út báta þeirra sem sína eign. Vert er að geta þess, að
Chapuys segir í bréfi 1544, að Englendingar hafi ekki siglt
til Islands árið 1543 af ýmsum ástæðum. Chapuys er ekki
fyllilega sannfróður um þetta efni, en verið getur, að mjög
fá ensk skip hafi siglt hingað þetta ár af ótta við tiltektir
Otta Stígssonar.47
Þótt þess sé ekki getið, að Englendingar hafi orðið fyrir
verulegu tjóni við fjámám Otta, hafa þeir atburðir orðið við-
skiptum þeirra til mikils hnekkis. Árið 1546 kvittar kon-
ungur Otta fyrir 17 þýzkum skipstollum, 5 enskum og 4
enskum duggutollum.48 Þetta ár hafa auðvitað miklu fleiri
en 9 ensk skip siglt til Islands, sennilega um 50, en annað-
hvort hefur Otti stungið tolli um 40 skipa í vasa sinn eða
þau hafa sloppið við skattgreiðsluna.
Þessi saga mun ekki rakin hér öllu lengra að sinni, þar
eð fátt gerist stórra tíðinda, unz Danir einokuðu íslands-
verzlunina 1602. Englendingar verzluðu hér alla 16. öldina
af duggum, og nokkur kaupför komu oftast árlega til lands-
ins.
Englandskonungar létu snemma Islandssiglingar til sín
taka, og gerði Hinrik V. til að mynda sjálfur út skip
hingað þegar árið 1413.49 Frá miðri 15. öldinni er til
allmikið af leyfisbréfum, sem konungarnir veittu einstök-
um kaupmönnum, sem verzla við ísland.50 Afskipti kon-
unganna af þessum atvinnurekstri náðu hámarki á valda-
tíma Tudoranna, en einkum lét Hinrik VIII. sig Islands-
verzlunina miklu skipta. Frá 1526 er til samningur, gerður
af Hinriki og þeim þegnum hans, sem sækja þorsk og ýsu til
Islands. Samkvæmt honum hafa Islandsfarar greitt ráðs-
manni konungs 50—-100 fiska af hverju skipi eftir stærð.
Þessi skattur getur verið eldri en frá 1526, og hefur honum
snemma verið breytt í peninga. Samkvæmt heimildum frá
1532 hefur skatturinn numið um þær mundir frá £414—