Skírnir - 01.01.1950, Síða 111
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
101
£586 á ári. Auk þessa fékk konungur verðtoll af út- og inn-
fluttum vörum kaupskipanna, því að fyrr greindur skatt-
ur var aðeins lagður á fiskiskipin.51 Konungur hefur því
sennilega haft um £1000 á ári í hreinar tekjur af íslands-
siglingunum, þegar bezt lét, en það þótti allmikið fé í þá
daga. Það er því engin furða, þótt konungur gerði sér títt
um þennan atvinnurekstur, enda aflaði enski fslandsflotinn
meginhlutans af því fiskmagni, sem neytt var í Englandi
á þessum árum, en fiskur var og er mjög nauðsynleg fæða
í kaþólskum löndum, eins og kunnugt er. Á ófriðartímum
milli Englendinga og Frakka og Skota urðu oft allmikil átök
um íslandsflotann, og Skotar eltu hann meira að segja alla
leið til Vestmannaeyja og ræntu hann þar.52 Öll þessi bar-
átta sýnir ljóslega, hve skreiðin var eftirsótt vara, þótt hún
væri daunill og þess sé getið, að svo mikla pest leggi af
skipunum, þegar þau komu með farm sinn frá íslandi, að
engir nema fslandsfararnir sjálfir þoli slíkt.53 Árið 1549
kemur íslandsflotinn við sögu byltingartilraunar, sem bænd-
ur í Austur-Anglíu stóðu einkum að.54 Þeir höfðu í hyggju
að ná flotanum á sitt vald um haustið, en það mistókst, og
uppreistarmenn voru brytjaðir niður.
Þegar kemur fram um 1530, fer að draga allmikið og ört
úr ensku íslandssiglingunum, og hafa orsakir þess verið rakt-
ar að nokkru fyrr í þessari grein, t. a. m. fundur nýrra fiski-
miða og átökin við Þjóðverja, en auk þessa freistaði nýr
atvinnurekstur, sjóránin, enskra sæfara í stöðugt ríkara mæli.
Ráðsmenn konungs hafa samið nákvæmar skýrslur um ís-
landsflotann sökum gjaldsins, sem íslandsfaramir áttu að
greiða þeim. Nú em þessar skýrslur að mestu glataðar eða
hafa ekki komið í dagsljósið enn, svo að ég viti, eins og meg-
inhlutinn af búreikningum ensku krúnunnar fram á 17. öld.
Frá 1528 er þó til skjal, sem getur þess, að þá hafi siglt 149
skip frá 24 enskum borgum til íslands: 8 frá London, 14
frá Harwich, fpswich, Manningtree, Dedam, „Sudber“ (Sud-
bury) og Colchester, 3 frá Woodbridge, 6 frá Aldeburgh,
„Sisewell“ og Thorp, 32 frá Dunwich, Walberswich, South-
wold, Easton og Covehith, 6 frá Lowestoft, 30 frá Great