Skírnir - 01.01.1950, Side 112
102
Björn Þorsteinsson
Skírnir
Yarmouth, 30 frá Cley, Blakeney og Cromer, 6 frá Wells,
10 frá King’s Lynn og 4 frá Boston.55 Þessar borgir voru
allar á austurströnd Englands og flestar í héruðunum Nor-
folk og Suffolk. Flest voru þetta allstór þorp á 15. og 16. öld,
en eru nú mörg að mestu í eyði.
önnur skrá er til frá árinu 1533, og sigla þá 85 skip til
íslands, samtals rúmar 4000 smálestir: 10 frá King’s Lynn
eins og áður, 17 frá Wells og Blakeney, 1 frá Boston, 14 frá
Great Yarmouth, 7 frá Lowestoft, 22 frá Dunwich, 7 frá
Orwell, 1 frá Orford og 6 frá London.56 Þessi skrá er nokk-
urs annars eðlis en fyrri skráin, þar eð ekki er alltaf átt
við einstakar borgir, heldur tollheimtusvæði. Þar sem talað
er um Orwell t. a. m., er átt við borgirnar í Orwell-umdæm-
inu, en þær eru taldar næst á eftir London í fyrri skránni.
f skjali frá 1553 er þess getið, að þá sigli aðeins 43 skip til
fslands í stað 140, sem héldu þangað á 20. ríkisstjórnarári
Hinriks VIII. (1528).57 Árið 1552 getur meistari Jacobus
Deidonanus þess í bréfi til Kristjáns III., að þá sigli árlega
um 60 ensk skip til íslands.58 Hann mun sennilega ýkja
skipatöluna lítils háttar, því að siglingarnar hafa tæplega
hrapað niður mn þriðjung á einu ári. Síðasta skrá 16. ald-
ar mn íslandsflotann er frá 1593. Eitthvað mun hafa
gengið illa að innheimta skatt af honum, þegar Hinrik
VIII. lézt. Elísabet drottning og Cecil lávarður grófu upp
og létu afrita samninga og skýrslur varðandi viðskiptin
við fsland og létu í því sambandi gera skrá um öll þau
skip, sem sigldu á íslandsmið framangreint ár. Þau ætluðu
að láta taka þessi skip til rækilegrar athugunar, er þau bæri
aftur að ströndmn Englands, en skýrslurnar um þá rannsókn
eru ókunnar. Þetta ár sigla 55 skip frá Englandi til íslands,
28 skip og 27 barkar, eins og komizt er að orði í skjalinu:
4 frá Harwich, 1 frá Orford, 2 frá Aldeburgh, 1 frá „Sise-
well“, 1 frá Walberswich, 16 frá Southwold, 1 frá Dun-
wich, 6 frá Great Yarmouth, 5 frá Blakeney, „Wyston" og
Cley, 13 frá Wells og 5 frá King’s Lynn.59 Það er eftirtekt-
arvert, að þær borgir, sem hér um ræðir, eru yfirleitt fiski-
þorp nema King’s Lynn og Great Yarmouth. Verzlunar-