Skírnir - 01.01.1950, Síða 114
104
Bjöm Þorsteinsson
Skímir
Stærð skipanna er mjög mismunandi. Meðalstærð 84 skipa,
sem hingað sigla 1533, er 48.7 smálestir; minnstu skipin
taka 30 lestir og eru flest frá Dunwich, en þau stærstu
150 lestir og eru frá Orwell-höfnunum. Húll og Bristol sendu
hingað stór skip á 15. öld, en sigling frá þeim borgum mun
hafa lagzt niður að mestu tun 1500. Margvíslegar orsakir
liggja án efa til þeirra hluta, en ætla má, að plágan síðari
og aukin sjórán hafi valdið miklu um, að stóru skipin hættu
ferðum hingað.
Islandssiglingar Englendinga voru geysimikilvægur at-
vinnurekstur fyrir fólkið í hafnarborgum Austur-Anglíu,
eins og fjölmargar heimildir bera með sér. Þúsundir manna
áttu afkomu sína undir því, hvemig íslandsútgerðin bar sig,
og engu minni maður en sjálfur Robert Cecil kemst þannig
að orði, að Islandssiglingamar séu mjög mikilvægar fyrir
viðgang enska flotans.62 Á 16. öld eiga fá ríki álfunnar flota
í nútíðarmerkingu þess orðs. Hans I. Danakonungur lét
smíða sér herskip og lagði með því grundvöllinn að danska
flotanum. Enska stjórnin átti aftur á móti engan flota fyrr
en á dögum Hinriks VIII. Þegar Cecil segir 1563, að flota-
styrk landsins hafi hrakað, sökum þess að Danakonungur
hafi endurheimt ísland og fólk vilji ekki eta fisk, þá á hann
við hafskipaflotann enska í heild. Þá er Spánverjar sendu
„flotann ósigrandi" á hendur Englendingum árið 1588, átti
Elísabet fá herskip til að senda fram til orustu. Það vom
enskir sæfarar á skipum sínum, sem sundmðu þessum mikla
flota. Þeir höfðu velkzt á öllum heimsins höfum, höfðu stund-
að fiskveiðar við ísland, Noreg og Nýfundnaland, legið í vík-
ingu og rekið rán og verzlun allt í kringum hnöttinn. Tudor-
arnir gerðu sér ljósa grein fyrir því, að framtíð Englands
hyggðist einkum á flotastyrk ríkisins. Cecil hóf því illa þokk-
aða haráttu fyrir því að kenna löndum sínum að eta fisk, en
hann gerði engar alvarlegar tilraunir til þess að endurheimta
Island. Danski flotinn drottnaði í Norðurhöfum, og Danir
töldu, að hafið milli Islands og Danmrekur og norður um Nor-
eg væri óskipt yfirráðasvæði sitt. Englendingar ráku nokkra