Skírnir - 01.01.1950, Side 115
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
105
verzlun norður til Arkhangelsk í Rússlandi og inn í Eystra-
salt, en Danir réðu yfir báðum þessum siglingaleiðum.
Englendingar eiga geysimikil og góð skjalasöfn, þar sem
varðveitt eru margvísleg skilríki varðandi utanríkisverzlun
þeirra á liðnum öldum. Alls konar tollaskýrslur eru einna
merkustu heimildirnar um verzlunarsöguna, og má af þeim
fræðast um margt varðandi viðskiptin við Island. Elzt eru
brot af tollaskýrslum frá 11. öld, en skýrslumar verða hvergi
samfelldar, fyrr en kemur fram á 14. öld, og verulegt gildi
um útflutning og innflutning til landsins fá þær fyrst á
15. öld. Á skýrslum frá 14. og jafnvel 13. öld má finna ein-
stök efnisatriði, er snerta íslenzka verzlunarsögu. f skýrslu
frá Boston frá 1303 er getið um innflutning á brennisteini,
og víða er minnzt á vaðmál, klippinga, fálka og skreið. Farm-
ur skipanna sýnir þó alltaf, að þau hafa ekki komið beint
frá fslandi. Skipið, sem flytur brennistein 1303, er t. a. m.
með elgshúðir og timbur innan boi'ðs, og mun sá farmur
kominn frá Noregi, og er skipið sennilega frá Björgvin.63
Samkvæmt tollaskýrslum virðist Great Yarmouth fyrst
senda kaupskip til íslands um 1510.64 Vitað er og af öðrum
heimildum, að skip frá Yarmouth sigla til íslands löngu fyr-
ir þann tíma, en þar mun hafa verið um skútur að ræða,
sem hafa lítt fengizt við verzlun, fyrr en íslendingar taka
að amast við duggurum, sem engan kaupskap gera. Skýrsl-
ur Great Yarmouths gilda einnig fyrir Blakeney, Dunwich,
Lowestoft, Orford, Southwold og Woodbridge. Þær sýna, að
Blakeney sendir skip til verzlunar við íslendinga frá því um
1486 og fram til loka 16. aldar,65 Dunwich frá því 1505
og fram undir miðja 16. öld,66 en ekki verður vart við kaup-
skip í förum til íslands frá hinum borgunum, þótt víst sé,
að þær sendi allar skip hingað til veiða. Verzlunarskip sigla
hingað fyrst frá fpswich um 1482, og haldast þau viðskipti
fram undir miðja 16. öld. Colchester sendir nokkur skip á
sama tíma.67 Elzta tollaskýrslan, sem varðveitzt hefur frá
Húll frá 15. öld, er frá árinu 1431.68 Hún sýnir, að þá
sigla þrjú stór kaupför til verzlunar við íslendinga. 1542