Skírnir - 01.01.1950, Page 118
108
Bjöm Þorsteinsson
Skimir
og stundum meira af „kláru og hreinu smjöri“, eins og það
er orðað, verðlögðu á hundrað fiska tunnan. Þessi mikli inn-
flutningur smjörs hlýtur að standa í sambandi við sjávar-
þorpin, sem myndast við verstöðvamar á þessu tímabili.
Islenzkir bændur hafa jafnan haft mikinn fjölda naut-
gripa, en þeir urðu mjög að treysta á útheit fram á 19. öld,
því að öll heyskapartækni var fmmstæð. Kýmar hafa þá
verið nytgrannar, þegar leið á veturinn og sauðasmjörið
frá síðasta sumri uppetið. Óvíst er nú, hvenær innflutningur
á smjöri hefur hafizt, en hans er þegar getið í kaupsetning-
unni frá Vestmannaeyjum frá 1420.
Víntegundirnar vom aðallega franskt ávaxtavin og súrt
eða gerjað enskt vín. Brenndir drykkir fluttust hingað ekki
fyrr en nokkm síðar. Af öðrum matvörutegundum er helzt
að nefna salt, pipar og sykur. Salt var frekar dýrt, 10 fiska
fjórðungurinn, enda notuðu landsmenn lítið af því. Fiskur
og kjöt var nær eingöngu þurrkað eða reykt bæði til heima-
neyzlu og útflutnings. Síldin og silungurinn, sem Bristol-
búar fluttu héðan, var þó saltaður í tunnur, og lítils háttar
var pækilsaltað af öðrum fiski til útflutnings.
Matarílát vom fremur fábrotin lengi fram eftir öldum.
Maturinn var soðinn í stómm járnpottum eða koparkötlum,
og fluttist allmikið magn af þeim varningi til landsins. Menn
mötuðust af pjáturdiskum og tréspjöldum, notuðu hornspæni,
dolka og guðsgafflana, þar eð aðrir gafflar þekkjast ekki
fyrr en nokkm síðar. Á farmskrám er oft talað um diska,
hnífa og tréspjöld, en hornspænir vom framleiddir hér,
eins og kunnugt er. Winchester á Suður-Englandi er hin
forna höfuðborg landsins. Þar starfar menntaskóli fyrir pilta,
byggður að nokkm á ofanverðri 11. öld og rekinn enn með
svipuðu sniði og tiðkaðist í þá daga. Þar verða sveinamir
enn að matast af áttstrendum tréspjöldum, en réttirnir em
framreiddir í trogum. Er þeir hafa neytt aðalréttarins, snúa
þeir spjaldinu sínu við og borða eftirmatinn af hinni hlið-
inni. Þarna má sjá enn í dag borðhald með 15. aldar sniði.
Glervara tók að flytjast hingað frá Englandi á 16. öld,
en þar mtm aðallega hafa verið að ræða um könnur og