Skírnir - 01.01.1950, Page 126
116
Haraldur Matthíasson
Skímir
lands ungr at áldri ok nam fyrir útan Þjórsá milli Rauó-
ár ok Þjórsár ok upp til Skúfslœkjar ok Breiðamýri ina
eystri upp til Súluholts ok bjó í Gaulverjabœ ok Oddný, móS-
ir hans, dóttir Þorbjarnar gaulverska.
Þessi frásögn sýnir að mestu, hversu vítt landnám Lofts
hefur náð. Það liggur upp frá sjónum milli Þjórsár og Rauð-
ár. Að norðaustan ræður Skúfslækur mörkum, en að ofan
eru mörkin úr Skúfslæk, neðan við Súluholt og út í Rauðá.
Þessi örnefni þekkjast öll enn nema Rauðá. Það nafn er nú
týnt, en einsætt virðist, að Rauðá sé lækur sá, er nú nefnist
Hróarsholtslækur, en Raugsstaðasíki, þar er hann fellur til
sjávar.1)
Norðausturtakmörkin á landnámi Lofts eru ekki með öllu
örugg. Skúfslækur þekkist að vísu, en fullvíst er, að áður fyrr
rann hann á öðrum stað en nú. Rrynjólfur Jónsson segir,
að hann hafi áður fyrr komið í Þjórsá skammt fyrir neðan
Traustholtshólma og sjái þar víða fyrir farvegi hans.2) Er
því eigi á vísan að róa með farveg lækjarins á landnámsöld,
en sýnilegt er þó, að hann hefur fyrrum runnið allmiklu
neðar en nú er. Er því líklegt, að landamerki Lofts austur
við Þjórsá hafi verið nokkru neðar en Skúfslækur er nú.
Loftur hjó í Gaulverjabæ. Sá bær er góða bæjarleið upp
frá sjónum. En þar fram undan, niður við sjó, eru Lofts-
staðir. Líklegt er, að þeir dragi nafn af Lofti gamla, en ekki
vita menn, hvernig á þvi stendur. Vitað er, að allir hæimir
niður við sjóinn hafa verið færðir ofar vegna sjávar- og
sandágangs, sem þar hefur verið, ef til vill frá landnámsöld.
Baugsstaðir, næsti hær fyrir utan Loftsstaði, em kallaðir
„sandauÓigt land“ árið 1226.3) Hugsazt gæti, að bær Lofts
hefði fyrst staðið niður við sjó, en verið færður síðar upp
eftir, þangað sem Gaulverjabær er nú, en hið foma bæjar-
stæði nefnt Loftsstaðir, eins og oft virðist hafa verið gert
um eyðibýli (sbr. Ölvisstaðir, Ófeigsstaðir, Másstaðir), en
1) Sjá Árbók Fomleifafélagsins 1882, 58. bls., og 1905, 5. bls., enn
fremur Lesbók Morgunblaðsins 1942, 82. bls.
2) Árbók Fornleifafélagsins 1905, 24. bls.
3) Sturlunga saga, útg. 1878, I., 275. bls.