Skírnir - 01.01.1950, Page 128
118
Haraldur Matthíasson
Skímir
austan er Þjórsá, Skúfslækur að neðan, Hróarsholtslækur að
vestan. Upptakmörkin eru á Merkurhrauni. Þar eru eigi
glögg kennileiti, en fyrir ofan er landnám Ólafs tvennum-
hrúna, svo sem síðar mun sagt verða. Hann nam Skeið öll.
Er eðlilegast að Kta svo á, að þar sé átt við Skeiðahrepp.
Hafa þessir þrír menn þá numið Villingaholtshrepp. Þó á
þar við sú athugasemd, er áður var gerð um landamerki
Lofts við Skúfslæk. Hitt er ekki eins auðvelt að sjá, hvernig
landamerki hafi verið milli þessara þriggja manna, því að
um það segir Landnáma ekkert. Auðsætt er þó, að þeir ön-
undur híldur og özurr hvíti hafa átt land fyrir austan Hró-
arsholtslæk, en efsti hluti Hróarsholtslækjar (Rauðár) hef-
ur áður heitið Hraunslækur. Er það eðlilegt nafn, því að upp-
tök hans eru í Merkurhrauni. Þessi efsti hluti lækjarins heit-
ir nú Bitrulækur, kenndur við bæinn Bitru, en hann stendur
skammt fyrir utan lækinn um 4 km. fyrir ofan Neistastaði.
En nú er Þórarinn Þorkelsson sagður nema land til Rauð-
ár. Þetta sýnist einkennilegt, enda hafa þeir Sigurður Vig-
fússon og Brynjólfur Jónsson báðir talið óhugsanlegt, að það
gæti verið rétt, en álíta hugsanlegt, að til hafi verið önnur
Rauðá, er hafi runnið í Þjórsá, og sé hér átt við hana.1)
Mér virðist neyðarúrræði að búa til ömefni, samnefnt öðm
skammt frá, til skýringar sögutextanum. Ef engrar annarrar
Rauðár væri getið á þessum slóðum, væri þetta þó nauðsyn-
leg tilraun. Þó er á það að líta, að höfundur Landnámu hefði
sennilega sagt „upp til Rauðár“, hefði hún nmnið austur í
Þjórsá og markað land Þórarins að ofanverðu. En nú er
önnur Rauðá (Hróarsholtslækur) skammt frá. Mér virðist
því um tvennt að velja: neita, að frásögn Landnámu geti
verið rétt, eða, ef kostur er, skýra hana, miðað við það, að
Hróarsholtslækur sé sú Rauðá, sem hér er átt við, og hefði
landnám Þórarins þá átt að ná að læknum milli landnáms
önundar og özurar.
Ólíklegt kann að virðast, að lönd þeirra önundar bílds og
özirnar hvíta hafi ekki legið saman, því að ekki em nema
1) Árbók Fomleifafélagsins 1882, 58. bls., og 1905, 24. bls.