Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 131
Skímir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
121
óvinur. Atli jarl felldi Hákon jarl Grjótgarðssson í orustu, en
dó sjálfur úr sárum. Hásteinn hélt ríki föður sins, þar til
er Haraldur konungur hárfagri og Sigurður jarl Hákonarson
drógu her að honum. Þá stökk Hásteinn undan og brá til
Islandsferðar.
Ýmis vafaatriði eru um landnám Hásteins. Hafa þeir Sig-
urður Vigfússon og Brynjólfur Jónsson skrifað um það,1)
enn fremur Páll Sigurðsson2) og Vigfús Guðmundsson.3)
Landnám Hásteins er glöggt afmarkað nema að ofanverðu.
Það liggur upp frá sjónum milli Ölfusár og Hróarsholtslækj-
ar. Aðeins upptakmörkin eru ekki fyllilega glögg, einkum
vegna þess, að Fyllarlækur þekkist nú ekki. Hásteinn nemur
Breiðumýri upp að Holtum. Brynjólfur Jónsson áleit, að með
Holtum sé átt við Súluholt og Sölvaholt. Ég tel óhugsandi,
að hér sé átt við Sölvaholt, því að það er í Hraungerðis-
hreppi. Hefði Hásteinn þá numið nokkurn hluta Sandvíkur-
hrepps (Kallnesingahrepps), en hann er numinn af öðrum
manni. Ég hygg, að Holtin sé sama og Holtalönd, sem nefnd
eru í Landnámu. Nú eru þau nefnd Ásar. Fremsti bær á
þeim vestanverðum er Súluholt. Þangað, hygg ég, að land-
nám Hásteins hafi náð og er að því leyti sammála Br. J.
Ber það einnig saman við það, sem sagt er um landnám
þeirra, er nema land fyrir ofan landnám Hásteins, svo sem
síðar mun sagt verða.
Að vestanverðu nær landnám Hásteins upp að Fyllarlæk.
Það ömefni er nú týnt. Verður því eigi fullyrt, hve langt
upp eftir landnám Hásteins hefur náð þar. Sigurður Vig-
fússon gizkar á, að Fyllarlækur sé Vöðlakelda, en hún renn-
ur í Stakkholtsós fyrir vestan Flóagafl. Brynjólfur Jónsson
er að því leyti sammála Sigurði Vigfússyni, að hann álítur,
að Fyllarlækur sé þar, sem Stakkholtsós er nú, en Ölfusá
hafi brotið allt það land, þar sem lækurinn rann. Mér virð-
ist skýring Br. J. líkleg. ölfusá er þarna breið eins og fjörð-
ur, og er víst, að hún hefur brotið sig mjög þar austur
1) Árbók Fornleifafélagsins 1882, 57.—59. bls., og 1905, 5.—18. bls.
2) Lesbók Morgunblaðsins 1942, 81.—84. bls.
3) Saga Eyrarbakka, 17.—20. bls.