Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 134
124
Haraldur Matthíasson
Skírnir
hafi stíflazt og ekki náð framrás aftur.1) Hyggja þeir Br. J.
og P. S., að Grímsdæl sé farvegur hinnar horfnu Grímsár.
Er það mjög líklegt. Nafn dælarinnar hendir til þess, og áin
hlýtur að hafa verið á þessum slóðum. Hefur hún þá fallið
þar til sjávar, sem nú heitir Knarrarós, enda var Grímsárós
skipalægi áður fyrr.
7. Hallsteinn hét máSr, er fór ór Sogni til Islands, mágr
Hásteins. Honum gaf hann ýtra hlut Eyrarbakka. Hann bjó
á Framnesi.
Ekki verður séð, hvar landamerki hafa verið milli þeirra
mága. Orðin „ýtra hlut Eyrarbakka“ gefa enga vísbendingu
um það, því að Eyrarbakki var áður talinn ná allt austur í
Gaulverjabæjarhrepp. T. d. segir í Jarðabók Á. M. og P. V.,
þar sem legu Stokkseyrar er lýst: „Það er meiri hluti af því
plátsi landsins, sem heitir Eirarbacke. En hinn hluti Eyrar-
bakkans liggur austar og telst með Bæjarhrepp.“2) Líklegt
virðist, að mörkin hafi verið um Hraunsá, en hún er i mörk-
um milli Eyrarbakkahrepps og Stokkseyrarhrepps. Bær Hall-
steins hefur þá verið skammt fyrir vestan landamerkin. Menn
vita að vísu ekki, hvar Framnes var, en Framnessboði er
framundan Hraunshverfinu. Er liklegt, að hann dragi nafn
af bæ Hallsteins, og vissulega bendir nafn bæjarins á, að
hann hafi staðið framarlega við sjóinn.
8. Þórir, sonr Ása hersis Ingjaldssonar, Hróaldssonar, fór
til Islands ok nam Kallnesingahrepp allan upp frá Fyllar-
lœk ok bjó at Selforsi.
Þórir var stórættaður maður. Hann er son Ása hersis Ingj-
aldssonar, Hróaldssonar. Selþórir og Þórir Ásason hafa því
verið bræðrasynir.
Landamerki Þóris eru ekki nefnd, nema hvað hann nem-
ur land upp frá Fyllarlæk. Hefur áður verið rætt um það
ömefni. Lönd Þóris og Hásteins hafa því legið saman. Kall-
nesingahreppur heitir nú Sandvíkurhreppur, og verður að
líta svo á, að landnámsmörk Þóris hafi verið sem næst hin
sömu og mörk Sandvíkurhrepps.
1) Árbók Fomleifafélagsins 1905, 6. bls.
2) Jarðabók Á. M. og P. V., II., 40. bls.