Skírnir - 01.01.1950, Side 135
Skímir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
125
Svo gæti virzt, að Þórir hafi valið einkennilega bæjarstæði
sitt. Hann býr á Selfossi, úti á homi landnáms síns. Flestir
aðrir landnámsmenn héraðsins hafa reist sér hústaði mið-
sveitis, vafalaust til þess að auðveldara væri að nytja landið.
Tvennt hefur valdið vali Þóris á bæjarstæðinu. Þar var þurr-
lendara en víðast annars staðar í landnámi hans, og í ölfusá
hefur verið mikil veiði, bæði lax og selur. En hrátt hefur
annar hær orðið höfuðstaður sveitarinnar. Hreppurinn heit-
ir Kallnesingahreppur, kenndur við Kallaðames, en það nafn
breytist síðar í Kaldaðames. Er nafnið dregið af ferjukalli,
svo sem kunnugt er. Lögferja var þar með vissu um árið
1200. Var hún þá eina lögferjan á ölfusá.1) Er líklegt, að
svo hafi þá verið um langan aldur. Hentugast hefur verið
fyrir þá, er fóm yfir Þjórsá á Sandhólaferju og ætluðu út
yfir heiði, að fara yfir Ölfusá í Kaldaðarnesi. Sandhólaferja
var þegar á landnámsöld, og líklegt er, að þá hafi einnig
verið ferja í Kaldaðarnesi. Kaldaðames hefur því snemma
verið í þjóðbraut. Hefur það stuðlað að því að gera þann
stað að höfuðbóli sveitarinnar. Eigi er vitað, hvenær fyrst
er reistur bær í Kaldaðamesi, en snemma hefur það verið,
ef til vill þegar á landnámsöld. Og vissulega er þar höfuð-
ból sveitarinnar, þá er hreppurinn fær nafn sitt. En af ein-
hverjum ástæðum hefur hreppurinn síðar breytt um nafn
og verið kenndur við annað stórbýli í sveitinni, Sandvík, og
er svo enn. Kirkja var eitt sinn í Sandvík, en miklu meiri
staður hefur Kaldaðarnes verið. Sést það t. d. á máldögum
þessara tveggja kirkna frá 1397. Þá er Sandvík annexía, en
í Kaldaðarnesi skyldi vera prestur og djákn. Sandvíkurkirkja
er þá eigi auðug, en Kaldaðarnesskirkja á miklar eignir.2)
Nafn hreppsins hefur því varla breytzt af þeirri ástæðu, að
Sandvík hafi nokkum tíma verið meiri staður en Kaldaðar-
nes. Hitt hefur sennilega valdið, að Sandvík er meir mið-
sveitis og þar því orðið þingstaður hreppsbúa.
Því miður brestur öll gögn um það, hvenær hreppurinn
skipti um nafn. f Fombréfasafninu em þessir hreppar sjald-
1) DipLlsl., I., 319,—320. bls.
2) Dipl. IsL, IV., 54.-55. bls.