Skírnir - 01.01.1950, Síða 137
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
127
ið til íslands með honum,1) en Landnáma virðist gera ráð
fyrir, að hann hafi komið seinna.2) Hann hafði vetursetu
á Baugsstöðmn, og er svo að sjá, að þá hafi Flóinn verið
lítt eða ekki hyggður, a. m. k. er þess ekki getið í sambandi
við vetursetu hans. Erfitt er að sjá, í hvaða tímaröð land-
námsmenn í Flóa hafa komið. Þeir virðast flestir óþvingaðir
hver af öðrum um landamerki, enda nema þeir stór lönd
og góð. Þeir Loftur gamli, Hásteinn Atlason og Þórir Ása-
son nema heila sveit hver, enn fremur þeir bræður, Hróð-
geir og Oddgeir. Aðeins landnámin í Villingaholtshreppi verða
eigi talin stór. Frásögnin um þá bræður er einkum eftir-
tektarverð. Þeir nema fyrst land í fjarlægu héraði, en eru
keyptir brott þaðan. Nú vitum við ekki, hversu snemma það
var landnámstímans, en hafi þeir dvalizt þar nokkur ár,
má ætla, að nokkuð sé liðið á landnámsöld, er þeir fara burt.
Þá nema þeir Hraungerðishrepp. Hann er einn af stærstu
hreppum í Flóa og ágætlega gott land. Varla hefðu þeir þrír
landnámsmenn, er tóku sér bólfestu í Villingaholtshreppn-
um, numið svo lítil lönd sem þeir gerðu, hefði allur Hraun-
gerðishreppurinn legið ónuminn frammi fyrir þeim, því að
milli hreppanna er aðeins lækur, Hróarsholtslækur. Og þar
sem allir landnámsmenn í Flóanum geta numið stór lönd,
að þessum þremur undanteknum, mætti gizka á, að Vill-
ingaholtshreppurinn hafi byggzt seinast.
11. Óláfr tvennumbrúni hét ma5r. Hann fór af Lófót
til Islands. Hann nam SkeiS öll milli Þfórsár til Sandlœkjar,
hann var hamrammr mjök. Óláfr bjó á Óláfsvöllum. Hann
liggr í Brúnahaugi undir VörSufelli.
Bæði Hb. og Þb. hafa hér annað orðalag en Stb. Hb. seg-
ir, að Ólafur hafi numið Skeið öll „milli Þjórsár ok Sand-
lœkjar“, en Þb. „milli Þjórsár ok Hvítár ok til Sandlœkjar“,
og er það réttast orðalag, miðað við staðhætti. Líklega hafa
orðin „ok Hvítár ok“ fallið burt í Stb.
Landnámsmörk Ölafs eru mjög glögg. Landnám hans ligg-
1) Islenzk fomrit, II., 58. bls.
2) Landnáma, 218.—219. bls.