Skírnir - 01.01.1950, Page 139
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
129
vellir. Vera má, að nafn þeirra sé dregið af viðumefni Ólafs.
En þeir eru svo langt úti í mýrinni, að ekki er líblegt, að
Brúnahaugur hafi verið þar.
Ólafur virðist hafa getað ákveðið stærð landnáms síns án
hindmnar frá landnámum annarra manna. Hann nemur
heila sveit eins og flestir landnámsmenn í Flóanum. Ólafur
er óþekktur úr öðmm sögum, svo að ekki verður vitað, hve-
nær hann kom til landsins. Hans er að vísu getið í Flóa-
mannasögu, en hún fer þar sýnilega eftir Landnámu og er
því haldlítil heimild.
Þá er komið að landnámum í Gnúpverjahreppi. Þar era
taldir fjórir landnámsmenn. Er heppilegast að athuga öll
fjögur landnámin í einu.
12. Þrándr mjöksiglandi Bjarnarson, bröSir Eyvindar
austmanns, er fyrr er getit, hann var í IlafrsfirSi mót Har-
aldi konungi ok varS síSan landflótti ok kom til Islands síS
landnámatíSar. Hann nam land milli Þjórsár ok Laxár ók
upp til Kálfár ok til Sandlœkjar. Hann bjó í Þrándarholti.
Hans dóttir var Helga, er ÞormóSr skapti átti.
13—14. Þeir frœndr, Ófeigr grettir ok ÞormóSr skapti,
fóru til Islands ok váru inn fyrsta vetr meS Þorbirni laxa-
karli mági sínum. En um várit gaf hann honum1) Gnúp-
verjahrepp: Ófeigi inn ýtra hlut milli Þverár ok Kálfár, ok
bjó hann á ÓfeigsstöSum hjá Steinsholti. En ÞormóSi gaf
hann inn eystra hlut, ok bjó hann í Skaptaholti. . . . Ófeigr
fell fyrir Þorbirni jarlakappa í Grettisgeil hjá Hæli.
15. Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan ok Gnúpverja-
hrepp allan2) ofan til Kálfár ok bjó inn fyrsta vetr at MiS-
húsum. Hann hafSi þrjár vetrsetur,3) áSr hann kom i Haga.
Þar bjó hann til dauSadags.
Þorhjöm laxakarl er aðallandnámsmaður Gnúpverjahrepps.
Hefði verið eðlilegast að segja fyrst frá honum. En höfund-
ur Landnámu byrjar fremst, heldur upp eftir héraðinu og
segir frá landnámsmönnum í þeirri röð, sem þeir verða fyr-
1) þeim Hb. og Þb.
2) allan sl. Þb.
3) þar vetrsetu Þb.
9