Skírnir - 01.01.1950, Page 140
130
Haraldur Matthíasson
Skírnir
ir honum á þeirri leið. Þorbjörn er því nefndur síðastur af
landnámsmönnum sveitarinnar, af því að hann hýr þeirra
efstur.
Landnáma segir, að Þorhjöm laxakarl hafi numið Þjórsár-
dal allan og Gnúpverjahrepp allan ofan til Kálfár og búið
í Haga. Síðan gefur hann mágum sínum Gnúpverjahrepp,
Ófeigi hinn ytra hlut, og bjó hann á Ófeigsstöðum, en Þor-
móði hinn eystra hlut, og bjó hann í Skaftholti. Þetta kem-
ur allt mjög vel heim við staðhætti. En þá kemur skekkjan.
Landnám Ófeigs er sagt vera milli Þverár og Kálfár. Verður
því bær Þormóðar í landnámi Ófeigs, en bær Ófeigs utan
landnáms hans. Hér er þvi eitthvað málum blandað.
Um landnám í Gnúpverpjahreppi hafa þessir menn skrif-
að: Kr. Kálund í Bidrag til en hist.-topograf. Beskriv. af Isl.,
I., 190.—191. bls.; Brynjólfur Jónsson í Árbók Fornleifafé-
lagsins 1905, 29.—31. bls.; Guðni Jónsson í Skimi 1931,
157.-—158. bls., og ísl. fornrit, VII., 15. bls. neðanmálsgr.;
Vigfús Guðmundsson í Árhók Fomleifafélagsins 1937—1939,
95.-—97. bls.; Matthías Þórðarson í Árhók Fomleifafélagsins
1941—1942, 1.—4. bls.; Einar Arnórsson í Landnámabók
Islands, X. bls., útg. 1948, og dr. Jón Jóhannesson í um-
sögn um Landnámuútgáfu Einars Arnórssonar, í Tímariti
Máls og menningar 1948, 210.—211. bls. Of langt mál yrði
að rekja hvert það atriði, er fram kemur í ritgerðum þess-
um. Þó verður að minnast á nokkur hin helztu.
Þeir Kálund, Br. J. og M. Þ. álíta allir, að rangt sé sagt
frá landnámi Þorbjarnar laxakarls. Hann hafi numið allan
hreppinn og ætti því að standa „ofan til Laxár“ í stað „ofan
til Kálfár“. Þrándur sé því ranglega talinn sérstakur land-
námsmaður, því að hann hafi þegið land af Ófeigi gretti,
en hann hafi fengið allt land milli Laxár og Kálfár og Þor-
móður allt land milli Kálfár og Þverár. Með þessum hætti
er hreppnum að vísu skipt rétt milli þessara fjögra land-
námsmanna, en þá er gert ráð fyrir, að öll frásögn Land-
námu um þessi landnám sé röng. Nú virðist frásögn höf-
undar Landnámu yfirleitt koma mjög vel heim við staðhætti
á þessum slóðum. Staðþekking hans virðist því mjög örugg.