Skírnir - 01.01.1950, Side 143
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
133
neðan Kálfár, í landnámi Þrándar. Þeir Br. J. og V. G. telja
það sönnun þess, að landnám Þorbjarnar hafi a. m. k. náð
þangað. Ekki þarf það að vera. Landnámsmenn höfðu oft
vetursetu utan þess lands, er þeir námu síðar, stundmn
fleiri en eina.
1 stað orðanna „hafði þrjár vetrsetur“ í Hb. og Stb. stend-
ur „hafði þar vetrsetu“ í Þb. Hyggur Matthías Þórðarson
það vera réttara. Mér virðist óeðlilegt og óviðfelldið að segja
„ok bjó inn fyrsta vetr at Miðhúsum. Hann hafði þar vetr-
setu, áður hann kæmi í Haga“. Óþarft virðist að segja, að
hann hafi haft vetursetu á Miðhúsum, þegar verið er að
enda við að segja, að hann hafi búið þar fyxsta veturinn.
Ekki er heldur ósennilegt, að hann hafi haft þrjár vetur-
setur þar efra, áður en hann ákvað bústað sinn. Hann hefur
viljað kynnast landinu, gæðum þess og göllum.
Að lokum skal athuga frásögnina um landnám þeirra
frænda, Ófeigs grettis og Þormóðar skafta. Eins og hún er
í Landnámu, fær Ófeigur land Þormóðar, svo að bær hans
er utan landnámsins, en þá er hinn eystri hlutinn, er Þor-
móður fær, raunverulega enginn. E. A. telur þetta bera vott
xnn mikinn ókunnugleika höfundar Landnámu. En sé frá-
sögnin aðgætt, kemur í ljós, að orðin „milli Þverár ok Kálf-
ár“ valda öllinn ruglingnum. Séu þau numin burt eða
flutt til, er öll frásögnin rnn landnám í Gnúpverjahreppi
rétt. Þau eru ekki bráðnauðsynleg, en góð viðbótarskýring,
þar sem þau eiga við, en það er í frásögninni af landnámi
Þormóðar skafta, því að hann nemur land milli Þverár og
Kálfár. Um þetta segir Kálund svo:
„Man kunde tænke sig, at der ved redaktionen af Ldn. pá
vedkommende sted (Ldn. s. 309) havde fundet en omflyt-
ning sted af ordene „milli Þverár ok Kálfár“, sá at stedet
oprindelig havde lydt: „Ófeigi en ytra hlut ok bjó hann á
Ófeigsstöðum hjá Steinsholti; en Þormóði gaf hann en eystra
hlut milli Þverár ok Kálfár, ok bjó hann í Skaptaholti“ —
da vilde angivelsen passe til de stedlige forhold.“ i)
1) Hist.-topograf. Beskriv. af IsL, L, 191. bls., nmgr.