Skírnir - 01.01.1950, Page 144
134
Haraldur Matthíasson
Skírnir
Dr. Jón Jóhannesson segir svo í umsögn sinni um Land-
námuútgáfu Einars Amórssonar:
„Orðin „milli Þverár ok Kálfár“, sem örðugleikunum valda,
em í rauninni óþörf. Má vel vera, að þau hafi upphaflega
verið viðauki utan máls, nánari ákvörðun á landnámsmörk-
um Þormóðar skafta, en ekki Öfeigs. Síðan hafi ókunnugur
eða ógætinn uppskrifari fellt þau inn í textann á röngum
stað. Ef gert er ráð fyrir þessu, kemur allt nokkum veginn
heim. Einar Ól. Sveinsson hefur hent á eitt slíkt dæmi, sem
virðist ótvírætt (Landnám í Skaftafellsþingi, 109. bls.), og
mun mega finna fleiri.“ x)
Mér virðist þessi skýring mjög líkleg. Hún hefur einnig
það til síns ágætis, að þá er staðþekking höfundar Land-
námu í Gnúpverjahreppi í einkar góðu samræmi við stað-
þekkingu hans annars staðar í uppsveitum Árnessýslu, en
eins og áður er sagt, hefði verið næsta einkennilegt, ef allt
hefði verið úr lagi fært í frásögninni um Gnúpverjahrepp,
en allt rétt í landnámslýsingmn næstu sveita.
Samkvæmt því, er nú hefur verið sagt, er Þrándur sér-
stakur landnámsmaður, eins og Landnáma segir. Aðeins eitt
vantar þar í frásögnina, en það er, hve langt upp í Gnúp-
verjahrepp landnám Þrándar nær, þar sem Kálfá er ekki
í mörkum, en eins og áður er sagt, er það í samræmi við
það, sem venja er í frásögninni um önnur landnám. Við
vitum því eigi um landamerki milli landnáms Þrándar og
Ófeigs. Það, sem vafi leikur á, er, hvor þeirra hafi átt Eystra-
og Vestra-Geldingaholtsland. Ólíklegt virðist, að mörkin hafi
verið ofar eða framar en öðru hvoru megin við þær jarðir,
því að þá væru þau komin fram undir Þrándarholt eða upp
undir Ófeigsstaði og Steinsholt. Nú kemur Þrándur seinna
til Islands en Þorbjörn. Þorhjörn ákveður því landamerkin.
Og þá er líklegt, að hann hafi helgað sér land Geldinga-
holtanna. Landnám Þrándar er þá að vísu ekki stórt, en grös-
ugt land er það og fagurt. Og skiljanlegt er, að sá, er síðar
1) Tímarit Máls og xnenningar 1948, 211. bls.