Skírnir - 01.01.1950, Síða 147
Skímir Landnám milli Þjórsár og Hvítár 137
þeirra, er nema efri hluta hreppsins. Verður rætt um þau
síðar.
Ekki er fullvíst, hvemig þeir bræður hafa skipt með sér
löndum. Líklegast virðist, að Litla-Laxá hafi verið í mörk-
um milli þeirra, því að bær Bröndólfs, Berghylur, stendur
á ytrí bakka Litlu-Laxár. Og Már hlýtur að hafa búið ofar-
lega í sveit austan Litlu-Laxár, fyrst hann selur öðrum land-
námsmanni land neðan til í sveit austan árinnar.
Enginn bær í Hrunamannahreppi ber nú nafnið Másstaðir.
Brynjólfur Jónsson hugði fyrst, að hann hafi verið þar, sem
nú heitir Hrunakrókur.1) Ólíklegt er, að landnámsmaður
hafi sett bæ sinn svo ofarlega, jafngífurlegt vetrarriki og
þar er. Br. J. hvarf líka frá þeirrí skoðun, er Guðmundur
Jónsson, bóndi í Hörgsholti, henti honum á annan stað, er
honum þótti liklegri, en sá staður er suðvestan í svo nefndu
Árfelli, alllangan spöl fyrír innan bæinn í Hörgsholti. Br. J.
athugaði staðinn og taldi þar mjög fornleg merki bæjar og
túns. Áleit hann líklegt, að þar hefðu Mástaðir verið.2) Ég
hef líka ætíð heyrt, að þarna eigi hinir fornu Másstaðir að
hafa verið. Einnig spurði ég Bjarna bónda í Hörgsholti, son
Guðmundar þess, er Br. J. vitnar til, mn rústir þessar. Hann
kvaðst hafa verið drengur, er Br. J. athugaði staðinn, og ver-
ið með honum. Lýsti hann staðnum fyrir mér, og var sú
lýsing samhljóða frásögn Br. J. að öðm leyti en því, að B. G.
sagði, að nú hefðu vindar og vatn brotið niður mestallt tún-
ið og tóftirnar, en taldi auðséð, að þar hefðu veríð allmiklar
byggingar. Kvað hann Guðmund, föður sinn, hafa sagt sér,
að hann hefði ætíð heyrt, að þarna hefðu Másstaðir verið,
þó að nafnið hafi eigi haldizt. Staðurinn er nú kallaður Ár-
fellsstekkatún. Hefur þar lengi verið fjárhús. Getur það ver-
ið næg ástæða til, að nafnið Másstaðir týnist, því að fáir
nefna fjárhús sín staSi. B. G. sagði mér enn fremur, að faðir
sinn hefði heyrt þá sögn, að þeir bræður, Bröndólfur og Már,
hefðu átt saman hörginn í Hörgsholti, en síðar hefði bærinn
1) Árbók Fomleifafélagsins 1905, 35.—36. bls.
2) Árbók Fornleifafélagsins 1907, 37. bls.