Skírnir - 01.01.1950, Page 149
Skimir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
139
þeirra Más og Þorbjarnar, því að Már hefur aðeins átt land
austan árinnar. En skammt fyrir neðan Hruna er allstór
lækur. Rennur hann svo að segja þvert við Litlu-Laxá og
fellur í hana alllangan spöl fyrir framan Berghyl. Mér virð-
ist líklegt, að Þorbjörn hafi keypt álíka stórt land og er fyrir
framan þennan læk. Hann heitir að vísu ekki Selslækur,
heldur Áslækur. Dregur hann nafn sitt af bæ, er stendur
ofan við hann og heitir Ás. En skammt fyrir framan lækinn
eru fjárhús. Þar heitir í Selholtum. Og nokkru framar, fjær
læknum að vísu, er Fornasel. Mér þykir eigi ólíklegt, að sam-
band sé milli þessara ömefna og Selslækjar. Einhvern tíma
hefur verið sel á þessum stöðum. Gæti nafnið Selslækur verið
af því dregið. Litla-Laxá er nefnd í máldaga Hmnakirkju
frá 1331, þeim er áður er nefndur. Þar segir, að Hmna-
kirkja eigi alla veiði í Laxá litlu út í Laxárós frá uppsprett-
um tvo daga í viku hverri.1) Selslækur er þar ekki nefndur
né heldur Áslækur. Bærinn Ás er ekki heldur nefndur. Eins
og áður er sagt, em í máldaga þessum taldir bæir þeir, er
eigi söng og gröft að Hruna. Hefði Ás verið þá í byggð, hefði
hann átt að vera talinn þar, því að hann er næsti bær við
Hmna. Hann hefur því naumast verið byggður þá. Hugsazt
getur að vísu, að hann hefði verið í eyði um stundarsakir,
en fremur virðist það ólíklegt um góða jörð í miðri sveit.
Áslækur hefur varla fengið nafn sitt, það er hann hefur nú,
fyrr en bær reis upp í Ási. Virðast því nokkrar líkur til, að
hann hafi ekki heitið Áslækur árið 1331. Hitt er vist, að
nafnið Litla-Laxá var þá tdl. Og naumast mun þekkjast á
Suðurlandi, að svo vatnsmikil á sem Litla-Laxá sé nefnd
lækur. Auðvitað er ekki víst, að lækurinn hafi þá borið neitt
nafn. En ekki er ólíklegt, að lækurinn hafi fengið fyrsta nafn
sitt af seli því, er einhvem tíma hefur staðið fyrir framan
lækinn, en breytt um nafn, er selið fór og bærinn kom.
Þegar Landnáma talar mn Hmnamannahrepp, er ekki átt
nákvæmlega við land það, er nú nefnist Hrunamannahrepp-
ur. Jörðin Auðsholt, en þar er nú þríbýli, telst til Biskups-
1) Dipl. IsL, II., 664. bls.