Skírnir - 01.01.1950, Side 150
140
Haraldur Matthíasson
Skímir
tungna, þótt hún sé austan Hvítár. Virðist mega telja full-
víst, að Naddoðarsynir hafi numið Auðsholtsland. A. m. k.
deila vötn því í hlut Hreppamanna. Hvítá hlýtur að hafa
verið í mörkum þar sem annars staðar. Auðsholt á enn af-
rétt með Hrunamannahreppi og gerir þar fjallskil, en ekki á
Biskupstungnaafrétt. Er það eins dæmi milli Þjórsár og Hvít-
ár, að bær eigi afrétt og fjallskil með annarri sveit en sinni.
Sennilega hefur Auðsholt fallið undir Biskupstungur vegna
áhrifa frá Skálholti, enda á það kirkjusókn þangað eins og
bæirnir norðan undir Vörðufelli, sem áður er getið.
20. Þorbrandr, son Þorbjarnar ins óarga, ok Ásbrandr,
sonr hans, kómu til Islands síS landnámatí'ðar, ok vísaSi Ketil-
björn þeim til landnáms fyrir ofan múla þann, er fram gengr
hjá Stakksá, ok til Kaldakvíslar ok bjoggu í Haukadal. Þeim
þóttu þau lönd of lítil, er tungan eystri var þá byggÖ. Þá
jóku þeir landnám sitt ok námu inn efra hlut Hrunamanna-
hrepps, sjónhending ór Múla í Ingjaldsgnúp fyrir ofan Gyld-
arhaga.
Þorbrandur og Ásbrandur eru landnámsmenn í Biskups-
tungum. En þeir nema einnig land fyrir austan Hvítá. Verð-
ur því að minnast á þá hér.
Frásögnin af landnámi þeirra feðga er merkileg. Þeir nema
land umhverfis Haukadal og búa þar. En eins og kunnugt
er, ólst Ari fróði upp í Haukadal, kom þangað sjö ára og
dvaldist þar í fjórtán ár. Hann hefur því verið gagnkunn-
ugur í Haukadal og nágrenni. Nú hafa ýmsir fræðimenn tal-
ið miklar líkur til, að Ari sé höfundur hinnar fyrstu gerðar
Landnámabókar.1) Aðrir hafa mælt á móti, þar á meðal
Einar Amórsson. 1 bók sinni um Ara fróða heldur hann að
vísu ekki fram neinni ákveðinni skoðun um það, en efast
þó um, að Ari hafi skrifað meira en minnisgreinar um nokkr*
ar ættir og einstök landnám.2) En í formála fyrir útgáfu
sinni af Landnámu telur hann mjög ólíklegt, að Ari sé frum-
höfundur Landnámu, og eru rökin helzt þau, hve rangt og
1) Gerðir Landnámabókar, 222.—226. bls.
2) Ari fróði, 31.—43. bls.