Skírnir - 01.01.1950, Side 151
Skímir
Landnám milli Þjórsár og Hvitár
141
ókunnuglega sé sagt frá landnámi þeirra feðga austan Hvít-
ár. Nú er það að vísu ekki verkefni þessarar ritgerðar að bera
fram líkur með því eða móti, að Ari fróði sé frumhöfundur
Landnámabókar. Hitt á að athuga, hversu höfundi Landnámu
beri heim við staðhætti á hverjum stað. Nú hefur E. A. hald-
ið því fram, að staðþekking höfundar Landnámu í ofanverð-
um Hrunamannahreppi sé mjög slæm. Verður því eigi kom-
izt hjá að taka röksemdir hans til rækilegrar athugunar. En
sú niðurstaða, sem þar fæst, ætti þó að auka eða minnka
líkurnar fyrir því, að Ari hafi skrifað Landnámu, því að
vitanlega hefur hann verið gagnkunnugur á þessum stað.
Ég hef áður gert tilraun til að gagnrýna nokkuð röksemd-
ir E. A. í þessu efni. Skrifaði ég um það dálitla grein, er birt-
ist í blaðinu Landvörn, 3. apríl 1949. Hér verður fylgt að
mestu efni og orðum þeirrar greinar. Þó eru nokkrar breyt-
ingar gerðar, með því að ég hef leitazt við að athuga þetta
mál nokkru nánar, síðan ég skrifaði grein þessa.
Ekki þarf að fjölyrða um landnámslýsinguna umhverfis
Haukadal. Hún er rétt í alla staði, enda ber E. A. engar
brigður á hana. Taka má þó fram, að Kaldakvísl þekkist nú
ekki, en ekki er um að villast, að þar er átt við Tungufljót.
Um Stakksá er þess að geta, að uppi í hlíð Bjamarfells, þar
sem áin rennur niður, er hóll eða klettur, er heitir Stakkur.
Er hann að lögun svipaður strýtumynduðum heystakk. Dreg-
ur hann sennilega nafn sitt af því. Heimildarmenn mínir
eru hér þeir Sigurður Greipsson skólastjóri í Haukadal og
Jörundur Brynjólfsson alþingismaður, en hann bjó eitt sinn
í Múla, en sá bær er skammt fyrir framan Stakksá.
E. A. segir svo um frásögn Landnámu af landnámi þeirra
feðga í Hmnamannahreppi:
„En hvernig sem þessu er varið, þá mætti ætla, að Ari
hefði fyrst og fremst skráð landnám í þessum tveim hémð-
um [þ. e. Þórsnessþingi og Árnessþingi], þar sem hann ætti
að hafa verið kunnugastur og forfeður sjálfs hans og ást-
vina hans eystra höfðu numið land, og þar sem sagnir um
landnám þeirra gátu helzt geymzt. Og þar mátti hann kynn-
ast staðháttum betur en annarstaðar. En ýmislegt í sögnum