Skírnir - 01.01.1950, Síða 152
142
Haraldur Matthíasson
SMrnir
um landnám í héruðum þessum ber því alls ekki vitni, að
vel kunnugur maður hafi um þær vélað. f greininni um
landnám í Haukadal (hs. 51) segir, að þeir feðgar Þor-
brandur og Ásbrandur hafi aukið landnám sitt austur á
bóginn. Eystri Tungan hafi þá verið byggð, svo að ekki hafi
þess verið kostur að nema land í inum efra hlut hennar.
Fyrir því hafi þeir numið efra hlut Hrunamannahrepps
„sjónhending úr Múla í Ingjaldsnúp fyrir ofan Gyldarhaga“.
Sögn þessi er í fyrsta lagi mjög ósennileg. Þeir Haukdælir
hefðu þá orðið að fara yfir lönd annarra manna og tvö vatns-
föll, annað stórvatnsfall (Hvítá), til þess að nytja land þetta,
sem þó var áður numið af þeim Naddoddssonum, sem sagt
hefur verið svo að segja rétt á undan (hls. 50—51). En
hvemig gat Ari, sem hlaut að þekkja landsháttu, talað um
sjónhending úr Múla í Ingjaldsnúp „fyrir ofan Gyldarhaga“?
Svo mundi kunnugur maður aldrei hafa komizt að orði. Gyld-
arhagi er svo langt niðri í sveit, í landi Reykjadals, að eng-
inn kunnugur maður, sem tekur sjónhending úr Múla í Bisk-
upstungum í Ingjaldsgnúp, hefði miðað við Gyldarhaga."1)
Hér skal nú athuga röksemdir E. A. hverja um sig.
Fyrsta röksemd E. A. er sú, að sagan sé ósennileg, því að
þeir Haukdælir hefðu þá orðið að fara yfir lönd annarra
manna og tvö vatnsföll, annað stórvatnsfall (Hvítá), til að
nytja land sitt í Hrunamannahreppi. Sannleikurinn er sá,
að leið þessi er hvorki mjög löng né örðug. Vað er á Tungu-
fljóti skammt frá Haukadal. Þar á móts við er Hvítá að
vísu ófær, því að hún rennur þar mjög þröngt og víðast í
gljúfmm, en nokkru neðar, á Kópsvatnseyrum, er vað. Frá
Haukadal, niður á Kópsvatnseyrar og upp að Haukholtum,
sem er bær í landnámi þeirra feðga austan Hvítár, er rúmir
30 km., þ. e. þriggja stunda ferð fyrir lausríðandi mann. Er
því auðvelt fyrir þann, er í Haukadal býr, að fara austur
yfir Tungufljót, yfir Hvitá á vaði, gegna erindum í Hruna-
mannahreppi og fara heim að kveldi. Vaðið á Kópsvatns-
eymm er tíðfarið enn í dag. Annað vað er nokkm ofar,
1) Landnámabók, útg. 1948, X. bls.