Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 153
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
143
þar sem heitir á Steypu, þó að nú sé þar sjaldan farið. Hafi
Haukdælir farið yfir Hvítá þar, er leiðin að Haubholtum
um 20 km.
Ef til vill hafa þeir Haukdælir átt kost á enn skemmri
leið en þessum. Líklegt er, að Hvítá hafi snemma verið brú-
uð á Brúarhlöðum. Verður þá leiðin frá Haukadal í ofan-
verðan Hrunamannahrepp um 10 km. Nafnið bendir til, að
snemma hafi þar brú verið. Brúarstæði er þar með afbrigð-
um gott. Þar, sem áin er mjóst, er hún á að gizka 10 m. breið,
og eitthvað hefur hún sorfið klappirnar í þúsund ár, því að
þær eru úr móbergi. Brúargerð virðist þar sízt erfiðari en
á Jökulsá á Brú eða Hvítá í Borgarfirði, en þær voru háð-
ar brúaðar snemma á öldum, eins og kunnugt er. Munnmæli
herma, að á Brúarhlöðum hafi eitt sinn verið steinhogi yfir
ána. Ekki er því að treysta, en nafnið sýnir þó, að snemma
hefur þar verið einhvers konar brú, þótt eigi sé víst, að það
hafi verið á landnámsöld.
Annars þarf ekki að hugsa sér þessa leið eins og engja-
eða húsaveg, er fara þurfi daglega. Mjög líklegt er, að þeir
feðgar hafi reist bú í landnámi sínu austan Hvítár og ef til
vill annar þeirra eða vandamenn þeirra húið þar. Munn-
mæli herma, að Áshrandur hafi búið í Haukholtum, og hef-
ur hann þá nefnt bæ sinn eftir Haukadal. Þeim var einnig
auðvelt að hafa þar útihú. Og þótt þeir þyrftu á leið sinni
þangað að fara yfir lönd annarra manna, eins og E. A. minn-
ist á, þá hafa fslendingar aldrei hikað við það, er þeir hafa
þurft að fara leiðar sinnar. Og leiðin er alls ekki löng, eins
og áður er sagt. Lengri leið fór Geirmundur heljarskinn, er
hann fór af Skarðsströnd til búa sinna á Ströndum.
Þá segir E. A., að þessi frásögn komi í hága við það, er
sagt er um landnám þeirra Naddoðarsona, því að þeir hafi
numið hreppinn „svá vítt sem vötn deila“. Þetta atriði hefur
áður verið rætt (136. bls.), og nægir hér að vísa til þess.
Þá kemur aðalröksemdin fyrir því, að höfundur Land-
námu hafi verið ókunnugur á þessum slóðum, en hún er sú,
að Gyldarhaginn sé svo langt niðri í sveit, í landi Reykja-