Skírnir - 01.01.1950, Síða 157
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
147
vera um 200 m. fyrir innan Gyldarhagann, og á marka-
vörðunni á Vikarholti var frávikið álíka mikið. Vegalengdin
milli Múla og Ingjaldshnúks er um 13 km. Má því segja,
að þessar tvær línur falli því nær alveg saman.
Athyglisvert er orðalag Landnámu um þetta landnám.
Mörkin eru miðuð. Það er ákaflega sjaldgæft í Landnámu.
Landamerki eru þar miðuð við ár, læki, fjöll, hóla og önn-
ur kennileiti, annars er ekki sagt frá þeim. Aðeins á einum
stað öðrum en þessum vottar fyrir, að mörk séu miðuð. Það
er í frásögninni um landnám Haralds hrings. „Hann nam
Vatnsnes allt útan til Ambáttarár fyrir vestan, en fyrir
austan inn til Þverár ok þar yfir um þvert til Bragaóss.“ x)
1 landnámslýsingu þeirra feðga er miðunin miklu augljós-
ari. Þar er tekin sjónhending frá einum stað til annars. Orð-
ið sjónhending er hvergi notað annars staðar í Landnámu
og mun koma fyrir aðeins á einum stað öðrum í fornsög-
unum. Það gæti verið meira en tilviljun, að eini staðurinn
á öllu landinu, sem Landnáma segir, að sjónhending sé tek-
in frá, er einmitt á æskustöðvum Ara fróða. Og svo mikið
virðist þó sýnilegt, að söguritarinn eða heimildarmaður hans
stendur í Haukadalslandi og miðar þaðan og heimildin því
frá Haukadal.
Sýnilegt er, að höfundur Landnámu hefur vitað með vissu,
hvar Ingjaldsgnúpur er og Gyldarhagi. Hann hefur einnig
vitað, að sjónhending úr Múla í Biskupstungum í Ingjalds-
hnúk er ofanvert við Gyldarhaga. Hvernig gat hann vitað
það? Eingöngu vegna öruggrar staðþekkingar. Landslagi er
þarna háttað þannig, að enginn nema gagnkunnugur maður
gat gengið úr skugga um, að þessi miðun væri rétt. Nú er að
vísu auðvelt að sjá það á landahréfum, en höfundur Land-
námu hafði engin landabréf. Þau þykja svo sjálfsögð hjálp-
argögn nú við allar staðarákvarðanir, að mönnum hættir við
að gleyma því, að höfundar fomsagnanna áttu þeirra ekki
kost. Ég hygg, að sá, er nú ætti að lýsa staðháttum og af-
stöðu frá einum stað til annars, þótt ekki væri nema í sínu
1) Landnáma, 181. bls.