Skírnir - 01.01.1950, Side 160
150
Haraldur Matthíasson
Skímir
EkTd er undarlegt, að hreppa- og landnámamörk fari þar
saman, er stórár skipta löndum, eins og í Hreppunum. Hitt
er eftirtektarverðara, að þessi tvenn mörk skuli fara saman
því nær alveg í Flóanum, þar sem er flatneskja ein og fátt
um kennileiti, er verið gætu glögg landamerki. Þá er og
eftirtektarvert, að Landnámabók nefnir fjóra hreppa. Allir eru
þeir milli Þjórsár og Hvítár. Engir aðrir hreppar eru nefnd-
ir í Landnámabók. Komið hefur fram sú tilgáta, að hreppa-
skipun hafi fyrst komizt á í Ámessþingi, þvi að Landnáma
nefnir hreppa aðeins þar, og að Gnúpverjahreppur og Hmna-
mannahreppur séu þeirra elztir, því að þeir era jafnan nefnd-
ir Hreppar, og vita allir, að þar er átt við þá, en enga aðra
hreppa á landinu. En þessi staðreynd, að hreppa- og land-
námamörk fara því nær alveg saman á þessu svæði, gæti
bent til þess, að hreppamir hafi myndazt af hinum fornu
landnámum. Landnámsmennirnir settu bæi sína oftast mið-
sveitis. Vandamenn þeirra, leysingjar og aðrir skjólstæðing-
ar, þágu land af þeim og bjuggu víðs vegar um sveitina.
Landnámsmennimir og niðjar þeirra urðu því sjálfkjöm-
ir sveitarhöfðingjar og bæir þeirra höfuðstaðir sveit-
anna, hvort sem það var landnámsbærinn sjálfur eða ein-
hver annar, sem betur þótti í sveit settur. Sveitin hefur þá
þegar í upphafi orðið ólögbundin félagsheild. Hver hreppur
milli Þjórsár og Hvítár, að Villingaholtshreppi einum und-
anteknum, er numinn að mestu eða öllu leyti af einum
manni eða einni ætt, svo að sveitarhöfðinginn er sjálfkjörinn
þegar í upphafi. Sveitin er síðan kennd við hans ætt og hans
lið, enda em allir þessir fjórir hreppar kenndir við menn,
en ekki bæi. Og þegar kristni kemur, er eðlilegt, að kirkja
rísi uppi á höfuðbólinu, enda er höfuðkirkja hverrar sveit-
ar, sem Landnáma nefnir, á þeim bæ, er hreppurinn var
upphaflega kenndur við.
Hér hefur verið gerður nokkur samanburður á Landnáma-
bók og staðháttum í þeim hluta Ámessþings, er liggur milli
Þjórsár og Hvítár. Hefur komið í ljós, að staðþekking höf-
imdar er mjög ömgg. Áttamiðanir hans em allar réttar, og