Skírnir - 01.01.1950, Page 162
ÞORKELL JÓHANNESSON:
JÓN BISKUP ARASON
FJÖGUR HUNDRUÐ ÁRA MINNING
I.
Sextánda öldin er öld stórkostlegra atburða og stórbrotinna
manna öðrum öldum fremur, einkum fyrri hluti hennar.
Eins og kunnugt er, verða um 1500 tímamót í sögu Norður-
álfuþjóða. Miðaldir enda og ný saga hefst, ný öld. Er sízt
að undra, þótt á slíkum tímum verði margt til tíðinda, er
þyki frásagnarvert, eða að upp verði brugðið hrikalegum
myndum andvígra foringja, er berjast til þrautar í sókn eða
vöm. Af mjög augljósum ástæðum eru tímamót þessi, sjálf
16. öldin, löngum kennd við byltingu þá, sem Marteinn Lúter
hratt af stað og náði með furðulega skjótum hætti föstum
tökum meðal þjóða Norðvestur-Erópu. En þótt flestar þjóðir
Norðvestur-Evrópu yrði með nokkrum hætti aðnjótandi hinn-
ar nýju trúmálastefnu og leystist úr villu páfadómsins, eins
og það var oft orðað, myndi það eitt hafa dregið þær skammt
á götu. Hér kom fleira til greina, er orkaði fast á hagi þeirra
og lyfti þeim býsna fljótt fram í hinn nýja dag sögunnar:
þróun iðnaðar og þjóðaviðskipta, er landafundimir miklu í
lok 15. aldar og á öndverðri 16. öld efldu á ýmsa lund og
jafnframt leiddi til mikilvægrar stjómmálalegrar þróunar,
upplausnar lénsskipulags miðaldanna og eflingar þjóðríkja.
1 okkar sögu verður þó 16. öldin fyrst og fremst siðskipta-
öld og næstum ekkert annað. Vegna legu landsins út frá
alfaraleið þessara tíma, óhægrar aðstöðu þjóðarinnar í við-
skiptum við önnur lönd og stjórnarfarslegra tengsla við ann-
að ríki, Noreg, sem um þessar mundir glatar að kalla sjálf-
stæði sínu, fer þjóð vor lengi varhluta af öðmm hræringum
aldarinnar. Sjálf siðskiptin vora eflaust til bóta. Kirkjuvald-
ið, eins og það var orðið um daga síðustu kaþólsku biskup-