Skírnir - 01.01.1950, Page 163
Skimir
Jón biskup Arason
153
anna hér á landi, var vaxið þjóðinni yfir höfuð og henni
mjög ofviða, eigi sízt um fjárefni. Við siðskiptin linnir að
mestu eða öllu hinni áköfu eftirsókn kirkjuvaldsins til þess
að svæla undir sig með öllum ráðum jarðeignir bænda, en
svo má virðast, að hefði kaþólska biskupsvaldið staðið hér
hundrað árum lengur eða svo með viðlíka ofurkappi til auð-
söfnunar og síðustu hundrað árin fyrir siðskiptin, myndi
drjúgum hafa miðað í þá átt, að kirkjan eignaðist allan
þorra jarðeigna í landinu. 1 andlegum efnum var hér lika
efalaust um framför að ræða, því að þótt hinn lúterski rétt-
trúnaður sniði þjóðinni ærið þröngan stakk um trúarefni,
ollu umskiptin allmikilli andlegri hræringu og nýjum and-
legum gróðri. En naumast er ofmælt, að miðaldakirkjan
kaþólska hér á landi geriðst ærið haustþung undir lokin og
léti sig litlu skipta andlega hagi landsmanna, úr því er sleppti
eftirliti með hjúskap og öðrum siðferðismálum, og svo tíða-
sókn og öðrum lögboðnum helgivenjum. Má með sanni segja,
að íslenzka miðaldakirkjan eignaðist aldrei neinn framúr-
skarandi andlegan leiðtoga og lét ekki eftir sig neitt meira
háttar afrek, er eflt gæti og frjóvgað menningu þjóðarinnar,
þegar frá eru talin nokkur helgikvæði. Er ekki ofmælt, að
hér verði augljós afturför frá því á dögum goðakirkjunnar,
þjóðveldiskirkjunnar, er að vísu átti drjúgan þátt í að skapa
hina fomu þjóðmenningu vora. Hennar synir vom líka þeir
menn allir íslenzkir, er þjóðin kallaði helga. Miðaldakirkjan
virðist ekki hafa verið til þess fallin að ala upp helga menn,
þótt að vísu væri hún hvorki eins spillt né menntasnauð eins
og siðbótarmennimir létu í veðri vaka. Hins vegar varð valda-
skipting sú, er í landinu skapaðist með siðskiptunum, þjóð-
inni næsta óholl og dró illan dilk á eftir sér, er það vald,
er áður skiptist milli kirkjunnar og konungs, komst að mestu
á eina hönd. Konungsvaldið hafði áður haft nokkurn hita
í haldinu af kirkjuvaldinu, og í annan stað höfðu landsmenn
alloft, er í nauðir rak, getað teflt konungsvaldinu fram gegn
kirkjuvaldinu og yfirgangi þess. Á þann hátt hafði skapazt
nokkurt jafnvægi, óstöðugt að vísu. En nú var þessu jafnvægi
raskað á óþyrmilegan hátt. Engum þurfti að vísu lengur að