Skírnir - 01.01.1950, Page 165
Skímir
Jón biskup Arason
155
rækilegar ævisögur. Þarf ekki fleiri vitna við um það, hversu
mikils þjóð vorri hefur jafnan þótt vert um Jón biskup Ara-
son, afrek hans og minningu.
II.
Óþarfi er að rekja hér ýtarlega æviferil Jóns biskups Ara-
sonar, enda oflangt mál. Um uppvöxt hans og námsferil er
svo sem ekkert kunnugt með órækri vissu. Hið fyrsta, sem
menn vita nú til hans með fullri vissu, er það, að hann er
kallaður prestur síðara hluta árs 1507 og er orðinn prestur
á Hrafnagili 1508. Eins og kunnugt er, hafa fræðimenn eigi
verið á einu máli um aldur hans. Ævisögubrot, sem stafar
frá sonarsyni hans, Magnúsi Bjömssyni, segir hann fæddan
1484, og er það ártal skýrt og afdráttarlaust. En þar segir
einnig, að hann færi 24 ára að aldri til Hóla og tæki vígslu,
væri skikkaður til Helgastaða og héldi þann stað eitt ár, og
gengi þá til fylgilags við Helgu Sigurðardóttur, en fengi
Hrafnagil á öðm ári síns prestsdóms. Líkt er frá þessu sagt
í öðrum þætti, er talinn er stafa frá Oddi biskupi Einars-
syni, en styðst mjög við frásögn Magnúsar Bjömssonar, nema
þar virðist gert ráð fyrir nokkurri vist á Hólum, áður en
hann tæki vígsluna, og bætir það sízt úr skák. Það er því
ljóst, að tímareikningur þessi getur eigi allur staðizt, en úr
því svo er, má kalla minna lið að honum. Þótt ártalið 1484
sé glöggt og lítt hugsanlegt, að hér sé rnn misritun að ræða,
er það vafalaust hæpnasta atriðið í frásögn Magnúsar um
þetta efni, enda hafa fræðimenn allt frá dögum Árna Magn-
ússonar hallazt að því, að Jón hafi eldri verið, fæddur um
1480, sem er af mörgum orsökum sennilegt, jafnvel 1474,
eða 10 árum fyrr en Magnús telur, sem aftur á móti mætti
þykja ósennilegt, einkum sökum þess, að með þvi móti er
ráð fyrir því gert, að biskup hafi orðið meir en hálfáttræður.
En að svo gamall maður hafi staðið í slíkum stórræðum sem
Jón Arason hafði með höndum síðustu ár sín, fær trauðlega
staðizt. tJr vafa þessum verður varla skorið með fullri
vissu. Á það hefur verið bent, að næstelzti sonur hans,
Magnús, hafi trauðlega getað verið yngri en svo, að hann