Skírnir - 01.01.1950, Side 166
156
Þorkell Jóhannesson
Skirnir
væri fæddur 1506, en hann er vígður til prests 1529. Ari,
elzta barnið, gæti þá verið fæddur 1505, og hefði hann þá
verið 24 ára, er hann varð lögmaður. Þetta kæmi ágætlega
heim við það, að fæðingarár Jóns hiskups væri rétt tahð 1480.
Gæti þá og rétt verið, að Jón Arason kæmi til Hóla 24 ára
og tæki vígslu til Helgastaða og þjónaði þar eitt ár og gengi
þar til fylgilags við Helgu, en fengi síðan Hrafnagil, þótt eigi
geti hans í prestastétt fyrri en 1507 og eigi sem prests á
Hrafnagili fyrri en 1508. Árið 1509 er hann orðinn pró-
fastur og almennilegur dómari milh Varðgjár og Glerár, þ. e.
í Eyjafirði fram, og bendir það til þess, að hann væri þá eigi
alveg nýlega prestvígður, jafnvel ekki heldur nýseztur að
kalli á Hrafnagili. Rétt er að geta þess hér, að dr. Páll Egg-
ert Ölason telur ekki ástæðu til að hafna ártalinu 1484 og
færir rök fyrir því, að það geti staðizt. Mikilvægt í þessu
sambandi er það, að full rök eru til þess, að menn gengi til
fylgilags við konur, áður en þeir tæki prestvígslu. Hér má enn
telja það, að trauðlega hefði menn viljað hafna slíkum manni
og Ari Jónsson var við lögmannskjör 1529 fyrir æsku sakir,
ef hann hefði fæddur verið 1505 eða fyrr og þá a. m. k.
24 ára, en í bréfi um þetta árið eftir, 1530, er hann kall-
aður „dandi swen“, en keppinautur hans, Þorleifur Pálsson,
„well burdug man“. Það, sem mælir helzt gegn því, að Jón
Arason hafi ekki verið fæddur fyrr en 1484, er hinn skjóti
frami hans sem fyrr greinir, en slíkt er auðvitað atriði, sem
vandi er að meta. Hér má enn benda á það, sem segir í
latneska ævisögubrotinu, að Elín, móðir Jóns, væri um eða
yfir fertugt, er hún giftist. Hún er enn á lífi 1519, er Jón
biskup ræður henni vist að klaustrinu á Munkaþverá, og kann
að hafa lifað nokkur ár eftir þetta. Hefur hún því orðið fjör-
gömul, hvemig sem menn vilja reikna aldur sonar hennar,
um áttrætt væri hann fæddur 1484, en annars hálfníræð eða
níræð, þegar próventugemingurinn fer fram. Þetta sannar
ekkert, en styrkir heldur ártalið 1484.
Ég mun leiða hjá mér að ræða hér um frásagnir um upp-
vöxt Jóns og kjör hans í æsku, sem eru með nokkrum þjóð-