Skírnir - 01.01.1950, Síða 167
Skírnir
Jón biskup Arason
157
sögublæ og bera merki þeirrar tilhneigingar, sem víða kem-
ur fram, að mikla fyrir sér þrengingar þeirra manna, er brot-
izt hafa til mikils frama úr lágri stétt með nokkrum hætti
og orðið hugfólgnir þorra manna. Engar sérstakar líkur benda
til þess, að Jón hafi verið alinn upp við þrengri kjör en
gengur og gerist, nema síður sé. Um nám hans er ekki
kunnugt, nema ætla má, að rétt sé, að hann hafi notið
kennslu í klaustrinu á Munkaþverá, og hafi hann þar m. a.
notið frændsemi við ábóta klaustursins, ömmubróður sinn,
Einar Isleifsson, er að vísu hefur þó verið fallinn frá, er Jón
var á námsaldur kominn, og er í heimildum ruglað saman
þeim nöfnum, Einari Isleifssyni og Einari Benediktssyni, er
ábóti varð á Munkaþverá 1497. Um menntun hans hefur
því verið á loft haldið, að hann hafi ekki verið á latínu
lærður, og má það til sanns vegar færa, því svo er að sjá,
að kunnátta manna á því máli hafi þá eigi verið með því-
líkum blóma sem síðar varð. Þó er efalaust, að hann hefur
kunnað alla þá latínu, er heyrði til prestlegu embætti um
hans daga. Hitt er fjarstæða, sem engri átt nær, að Jón Ara-
son hafi enga latínu kunnað, og runnið frá síðari tíma mönn-
um, sem vildu telja sér og öðrum trú um, að hér hefði ríkt
andlegt myrkur og aumasta fáfræði í kaþólskum sið. Vísa
sú, sem Jóni biskupi er eignuð:
Latína er list mæt o. s. frv.
hefur átt sinn þátt í að ala á sögunni um vankunnáttu hans
í latínu. Vísan, sé hún rétt feðruð, myndi þó vera álíka
sönnun um það, að Jón Arason hafi ekki kunnað latínu, eins
og vísa Páls lögmanns Vídalíns, hins orðlagða latínugarps:
Lítið var, en lokið er
latínunni minni —
myndi nú þykja um það, að Páll hafi lítið kunnað í latínu
og því næst týnt þessari kunnáttu niður. Ef nokkuð ætti að
mega ráða af slíkum gamankveðlingum, þá væri það helzt
það gagnstæða við sjálfa orðanna hljóðan. Af öllu þvi, sem