Skírnir - 01.01.1950, Síða 169
Skirnir
Jón biskup Arason
159
vel, að landsmenn, fyrst og fremst Norðlendingar, og þar
með ýmsir hinir mikilhæfustu þjónar kirkjunnar, létu sér
eigi alls kostar vel lynda,, er þeim voru skipaðir þvilíkir
forráðamenn, þótt hafa yrði svo búið. 1 Skálholtsbiskupsdæmi
fór líku fram, eftir fráfall Árna biskups Helgasonar 1321,
en þó sátu þar innlendir menn á biskupsstóli óslitið frá 1466,
er Sveinn spaki Pétursson tók við stólnum. Þarf ekki að efa
það, að meginregla sú, er upp var tekin á öndverðri 14. öld,
að hafa hér erlenda biskupa, var spimnin af pólitískum toga,
beinlínis sprottin af deilum þeim, er hér urðu upp úr alda-
mótunum 1300 milli konungsvaldsins og landsmanna, sem
hér skal ekki nánara rakið. Um hin pólitísku áhrif þessara
aðfara skal ekki heldur rætt. En á annað vildi eg benda, sem
mér virðist fræðimönnum hafa of mjög yfirsézt, en það eru
bein og óbein áhrif þessa erlenda biskupaveldis á þjóðlega
menningu fslendinga á 14. og 15. öld. Hér er að vísu um
miklu flóknara og víðtækara rannsóknarefni að ræða en svo,
að unnt sé að gera þvi nokkur skil í þessu erindi, en hver, sem
hugleiða vill þá staðreynd, er erlendir menn og öldungis
ókunnugir íslenzkri menningu eru settir yfir menntasetur
landsins og gerðir að andlegum leiðtogum þjóðarinnar, við
þau völd og áhrif, sem fylgdi biskupsdómi á þessum öldum,
þarf því síður að undrast afturkipp þann, er nú verður í
þjóðlegum menntum fslendinga, og að tímabilið, sem hefst
um miðja 14. öld, skarti ekki rismiklum andlegum gróðri.
Fara má nærri um það, hvilíkur mannfagnaður herra Ormi
Áslákssyni og Jóni skalla hafi verið í íslenzkum sögum og
kvæðum, enda má finna hinn nýja smekk þessara erlendu
kirkjuhöfðingja í frásögum þeim, sem kenndar eru við Jón
biskup Halldórsson. Hins vegar skorti þessa menn engan
veginn áhuga á fjárafla og öðrum tímanlegum gæðum, þótt
misjafnlega væri þeim sumum í höndum fast, það sem þeir
öfluðu. Um hina síðustu Hólahiskupa á undan Jóni Arasyni
er það kunnugt, að þeir voru hinir mestu fjárplógsmenn og
auðguðu Hólastól mjög, þótt hér verði ekki nánara rakið, og
að öðru leyti var stjórn þeirra með miklum skörungsskap.
Hér var því við miklu að taka undir áramótin 1520, er Gott-