Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 170
160
Þorkell Jóhannesson
Skimir
skálk biskup var frá fallinn, og ekki heiglum hent að skipa
rúm eftir hann, svo að fullt væri.
Eins og kunnugt er, varð hið mesta þras um það, hver
verða skyldi biskup á Hólum eftir fráfall Gottskálks, og of-
langt mál að rekja hér gang þeirrar viðureignar lið fyrir hð.
Skiptust klerkar í tvo flokka og fylgdi annar hópurinn, Þing-
eyingar og Eyfirðingar, Jóni Arasyni, en fyrir hinum var
síra Pétur Pálsson í Grímstungum, síðar ábóti á Munkaþverá.
Þegar hér var komið sögunni, hafði hagur Jóns hækkað all-
verulega, því að 1518 er hann talinn fara með sýsluvöld í
Vaðlaþingi og ári síðar, 1519, hefur hann fengið Oddastað,
líklega að veitingu Gottskálks biskups í umboði erkibiskups,
en biskupslaust var þá í Skálholti eftir fráfall Stefáns bisk-
ups Jónssonar, 16. okt. 1518. Má fara nærri um það, að allt
hafi þetta aukið á yfirburði hans yfir prestinn í Grímstung-
um, síra Pétur Pálsson, enda er skemmst frá því að segja,
að þótt svo væri til ætlað af fylgismönnum síra Péturs, að
hann hefði hönd í bagga með umsjá stólsins til jafns við Jón,
þar til niðurstaða fengist um biskupskjörið, þá fór það á
allt annan veg. Á prestastefnu í apríl 1521 var ráðsmanns-
vald Jóns Arasonar yfir öllum eignum Hólastóls staðfest og
gert afdráttarlaust og honum fengið biskupsvald um Skaga-
fjörð, milli Árbæjar og tJlfdalafjalla, og skyldi svo standa,
þangað til erkibiskup gerði hér annað ráð fyrir, og er auð-
vitað átt við staðfestingu á biskupskjöri, er nú stóð fyrir dyr-
um og vígslu biskups til Hóla.
Um haustið 1521 fór síra Pétur Pálsson utan á erkibiskups
fund, efalaust í þeim erindum að hafa einhver áhrif á vænt-
anlega ráðstöfun erkibiskups, og með honum Finnbogi Ein-
arsson, prestur á Grenjaðarstað. Var þá ytra staddur ög-
mundur Pálsson, nývígður biskup í Skálholti. Nú meður því,
að enn var ekki kjörinn og vígður biskup til Hóla, var ög-
mundi falin tilsjón með stólnum, slík sem venja var, er svo
stóð á, svo sem að fremja þar nauðsynleg biskupsverk. En
ljóst er, að ögmundur hugðist hafa meiri afskipti af Hólastól
og högum hans og hafði um þetta fylgi þeirra prestanna,
Péturs Pálssonar og Finnboga Einarssonar, og krafði jafn-