Skírnir - 01.01.1950, Síða 172
162
Þorkell Jóhannesson
Skrrnir
harðir í hom að taka, ef í það fór. Em einkum á orði höfð
um þetta Hvassafellsmál Ölafs Rögnvaldssonar og mál Gott-
skálks Nikulássonar á hendur Jóni Sigmundssyni, er fram
var fylgt af ýtrasta kappi, enda til mikilla fjármuna sótt.
Jón Arason reyndist öruggur stjórnandi á biskupsstóli, og
fóm honum öll biskupsstörf vel og röggsamlega úr hendi,
en lítt þurfti hann til harðræða að taka í viðskiptum við
þegna sína, Norðlendinga, því þeir vom honum jafnan eftir-
látir, enda rækilega agaðir til hlýðni við hiskupa sína langa
hríð undanfarið. Að sjálfsögðu gekk Jón biskup ríkt eftir því,
að gætt væri hagsmuna stólsins og kirknanna og virðist hafa
verið handfljótur að kippa í lag, ef afskeiðis þótti fara um
þau efni. Virðist hann hafa gætt góðrar reglu í embættis-
rekstri sínum, en eigi dylst það, að hann hefur að upplagi
verið bæði ráðríkur og einráður. Hitt verður ekki sagt um
hann, að hann færi illa með völd sín, beitti hörku um skör
fram, né færi með kúgun og rangindi að öllum jafnaði. Að
visu rataði hann í langvinnt málaþras, er þannig var vaxið,
að hvergi nærri má þykja grómlaust af hans hálfu, og hend-
ir það til þess, að hann lét ekki lítið fyrir standa, ef honum
þótti mikið við liggja. Þetta mál var að nokkm leyti arfur
frá dögum Gottskálks biskups og eftirhreyta Jóns Sigmunds-
sonar mála. Er hér stefnt að viðureign Jóns biskups vði Teit
Þorleifsson í Glaumbæ, síðar lögmann, er hófst í árshyrj-
un 1522 með hinni nafntoguðu Sveinsstaðareið. Loddi þetta
mál við hann með nokkmm hætti alla ævi síðan. Ofríkis og
óhilgimi gætir og í ýmsum hinum síðustu tiltektum hans,
ekki sízt gagnvart Daða Guðmundssyni, en það má þykja
afsakanlegt, eins og málum var þá komið.
Svo má því kalla, að hiskupsstjóm Jóns Arasonar yrði hon-
um auðveld og færi fram með spekt. Atorka hans beindist
mest að því að efla biskupsstólinn að auði í löndum og laus-
um aurum, og varð honum þar vel ágengt. Auðgaðist Hóla-
stóll stórlega í biskupstið hans, eða yfir 1 þúsund hundraða,
að því er talið er. Sjálfur gerðist hann brátt stórauðugur og
varði miklum fjárafla til þess að tryggja hag bama sinna.
Neytti hann þar aðstöðu sinnar mjög ósleitilega. Sonum sín-