Skírnir - 01.01.1950, Síða 173
Skímir
Jón biskup Arason
163
um, sem prestar urðu, fékk hann hin beztu og tekjumestu
prestaköll og önnur fríðindi af kirkjunnar hálfu. Ara son
sinn efldi hann til lögmannsembættis og annars frama. Þá
styrkti hann böm sín öll til hinna auðugustu gjaforða og
tengda við mikilhæfustu ættir landsins, og varð honum sjálf-
um ærinn styrkur að þessu. Skylt er að geta þess, að öll
vom böm Jóns biskups með nokkmrn hætti mikilhæf, eink-
um Ari lögmaður. Em þess fá dæmi í sögu vorri á síðari
öldum, að nokkmm manni auðnaðist að efla sig með viðlíka
hætti að fé og frændstyrk. Biskupsembættið, með þeim gífur-
legu tekjum, sem því fylgdu, var sjálft hellubjargið, sem hér
var á byggt. En hér kom fleira til. Þegar á prestsámm sín-
um fór Jón Arason með sýsluvöld og mun hafa haft sýslu-
lén lengstum fram um 1530, enda naut hann góðrar hylli
umboðsmanna konungs jafnan á þessum ámm. Eigi var
minnst um það vert, að á ámnum 1533—1536 fór hann með
landsstjóm hér í umboði norska ríkisráðsins, ásamt ögmundi
Pálssyni. Má kalla, að þessi ár væri ríki þeirra biskupanna
lítil takmörk sett. Má fara nærri um það, að slíkt auðsafn,
sem hér ræðir um, hafi hvorki öfundarlaust verið né alls
kostar ámælislaust, enda ekki með eintómum blíðskap og
góðvild saman dregið, svo að eigi sárnaði einhverjum í lóf-
um, þótt hafa yrði svo búið.
V.
Þess var áður getið, að Jón Arason dvaldist ytra tvö ár
1523—1525. Þessi ár hafa sjálfsagt orðið honum ærið lær-
dómsrík. Hann er staddur í Danmörku 1523, um það leyti
sem Friðrik I. er þar til konungs tekinn. Og hann situr í
norska ríkisráðinu árið eftir, 1524, þegar Friðrik I. er tek-
inn til konungs í Noregsveldi. Honum hlaut því að vera
gerkunnugt um það, hversu þama var málum háttað og þar
með um mótmælahreyfinguna á Norðurlöndum, sem nú var
mjög tekin að færast í aukana, eins og meðal annars kom fram
í aðgerðum konunga í þá átt að skerða völd og réttindi
kaþólsku kirkjunnar og draga undir sig klaustra og kirkna fé.
Vegna náinna tengsla hans síðan við erkibiskup Norðmanna,