Skírnir - 01.01.1950, Síða 175
Skírnir
Jón biskup Arason
165
mátti, snýst Jón Arason eindregið gegn henni. ögmundur
Pálsson var og algerlega mótfallinn kirkjuskipaninni, en nú
var lokið biskupsveldi hans, Gissur Einarsson til biskups kjör-
inn með vísu samþykki Kristjáns konungs og eigi lengur um
það að ræða, að biskupamir syðra og nyrðra gæti staðið
saman í þessu þýðingarmikla máb. Á næsta vori, 1541, er
ögmundur svikinn í hendur sendimönnum konungs, og þar
með er lokið öllum skipulegum mótþróa gegn siðskiptum í
Skálholtsbiskupsdæmi og hin nýja kirkjuskipan samþykkt.
Þessir athurðir höfðu engin áhrif á afstöðu Jóns Arasonar.
Hann kom ekki til Alþingis þetta sumar, en ritaði umhoðs-
manni konungs, Kristófer Hvítfeldi, bréf úr Kalmanstungu,
vottaði konungi hollustu sína og klerka sinna með venjuleg-
um formála, en lét þess engan kost að taka við kirkjuskip-
aninni. Er skemmst af því að segja, að hvorki Gissur Einars-
son né konungur hafa talið ráðlegt að herða að Jóni biskupi
né Norðlendingum í þessu máli, enda var því ekki hreyft,
úr því að sendimenn þeir, er Jón biskup lét utan fara á
konungsfund í sinn stað 1542, komu heim aftur, en þeir dvöld-
ust í Danmörku samtímis Gissuri Einarssyni í vígsluför hans.
Mun hæði hafa verið, að Gissm- vissi sig ekki of fastan í
sessi fyrst um sinn, ef hér kæmi til harðra átaka um þessi
mál, og svo var þess að vænta, er Jón biskup gerðist nú ald-
urhniginn, að eigi yrði alllangt þess að bíða, að hann hyrfi
úr sögunni, og myndi þá auðgert að koma siðskiptum á
nyrðra.
Liðu svo nokkur ár í kyrrð og spekt. En árið 1548 hefst
sá þáttur í sögu Jóns Arasonar, sem mikilfenglegastur er og
furðulegastur. Enn verður farið fljótt yfir sögu. Gissur bisk-
up andaðist á öndverðu ári 1548. Skálholtsbiskupsdæmi var
þá forstöðulaust um sinn. Og þótt Gissur hefði undanfarin ár
lagt allt kapp á að rótfesta hér hinn nýja sið, er augljóst,
að menn voru enn allblendnir í trúnni, þar á meðal allmikill
fjöldi sjálfra prestanna. Vafalaust var Jóni biskupi vel kunn-
ugt um þetta allt. Og samkvæmt fornri venju taldi hann sér
bæði rétt og skylt að taka að sér forsjá nokkra biskupsdæm-
isins, þar til nýr biskup hefði verið kjörinn og vígður, svo